Gefur kraft að finna stuðning frá Íslandi 16. janúar 2010 04:00 Ólafur Loftsson, til vinstri, og Gísli Rafn Ólafsson, stjórnendur íslensku rústabjörgunarsveitarinnar, eru nú hluti af samhæfingarteymi Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Fréttablaðið/ValLI „Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
„Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira