Gefur kraft að finna stuðning frá Íslandi 16. janúar 2010 04:00 Ólafur Loftsson, til vinstri, og Gísli Rafn Ólafsson, stjórnendur íslensku rústabjörgunarsveitarinnar, eru nú hluti af samhæfingarteymi Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Fréttablaðið/ValLI „Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira