Innlent

Vinkonur tóku öll verðlaunin

Anna og Elísabet fá eina milljón króna fyrir að eiga þrjár bestu tillögurnar um forsíðu nýjustu Símaskrárinnar.
Anna og Elísabet fá eina milljón króna fyrir að eiga þrjár bestu tillögurnar um forsíðu nýjustu Símaskrárinnar.
Vinkonurnar Anna Ingólfs­dóttir og Elísabet Brynhildardóttir áttu saman þær tillögur sem lentu í þremur efstu sætum í forsíðusamkeppni Símaskrárinnar. Þema keppninnar var „Ísland í jákvæðu ljósi.“

Um 1.530 tillögur í keppnina en skilafrestur rann út 1. desember í fyrra. Fimm manna dómnefnd valdi þær þrjár tillögur sem henni þóttu bestar auk þess sem almenningi gafst kostur á að veita álit sitt á þeim í netkosningu. Dómnefndin hafði enga vitneskju um nöfn höfunda fyrr en að vali loknu.

Vinkonurnar skipta með sér verðlaunafénu öllu, samtals einni milljón króna sem afhent var í gær, auk heiðursins sem í því felst að fá verkið prentað framan á 150 þúsund símaskrár. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×