150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju 15. janúar 2010 18:45 Kýr. Mynd/ Pjetur. Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag.Það var árið 1975 sem ríkið hóf rekstur graskögglaverksmiðju í Flatey á Mýrum en áratug síðar var starfseminni hætt. Túnin lögðust í órækt, verksmiðjuhúsin stóðu ónotuð í rúma tvo áratugi og grotnuðu niður, þar til fyrir þremur árum að fyrirtækið Lífsval keypti jörðina, hóf nýrækt og endurbyggingu.Reynir Sigursteinsson bússtjóri segir að frá náttúrunnar hendi séu aðstæður í Flatey einstakar. Þar sé mikið ræktanlegt land við húsvegginn og aðstæður til heyskapar og ræktunar alveg einstakar, þar vori snemma og hausti seint, og grasspretta yfirleitt góð og mikil.Fyrstu kýrnar komu vorið 2008 og nú eru þar um 150 kýr, auk kálfa og geldneytis, og telst Flatey nú fimmta stærsta kúabú landsins. Reynir segir þá hafa fundið að þetta verkefni njóti velvildar og stuðnings heimafyrir. Fyrirtækinu hafi fylgt ný störf, þrjú og hálft til fjögur og hálft ársverk í byggðarlaginu, fyrir utan þau störf sem uppbyggingin leiddi af sér, sem fjöldi manns kom að, mest allt heimafólk.Kýrnar ganga lausar í fjósinu og láta sjálfar mjólka sig en það verk annast tveir róbótar. Meðal starfsmanna er Kristín Egilsdóttir og hún segir þetta frábrugðið hefðbundnum fjósastörfum. Hún hvorki mokar flórinn né þvær spena heldur felst starfið aðallega í eftirliti með tölvum.Mjólkurmagnið sem flæðir úr spenunum er ótrúlegt, eða um tvöþúsund lítrar á hverjum degi, sem er álíka og sex þúsund manns drekka úr mjólkurfernum. Þetta eru ekki hefðbundið fjölskyldubú heldur í eigu fyrirtæksins Lífsvals.Reynir telur að það sé ágætt fyrir landbúnaðinn að búa við breytilegt rekstrarform. Það hafi sína kosti að reka fjölskyldubú, sem Íslendingar hafi lagt mikla áherslu á, en það hafi líka kosti að fá hitt með. Það styrki byggðina og breyti svolítið ásýndinni á landbúnaðinn í heild sinni.Undir þetta tekur Kristín og segir svona stórt bú styðja önnur minni bú á svæðinu. Það styrki búsetuna og skapi atvinnu.Lífsval hefur lagt í miklar fjárfestingar með jarðakaupum víða um land en ráðamenn þess segjast vera í skilum með sín lán. Reynir segir að þeim finnist, eins og öðrum, að afurðaverðið hafi ekki fylgt eftir hækkunum á tilkostnaði, en þetta gangi. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag.Það var árið 1975 sem ríkið hóf rekstur graskögglaverksmiðju í Flatey á Mýrum en áratug síðar var starfseminni hætt. Túnin lögðust í órækt, verksmiðjuhúsin stóðu ónotuð í rúma tvo áratugi og grotnuðu niður, þar til fyrir þremur árum að fyrirtækið Lífsval keypti jörðina, hóf nýrækt og endurbyggingu.Reynir Sigursteinsson bússtjóri segir að frá náttúrunnar hendi séu aðstæður í Flatey einstakar. Þar sé mikið ræktanlegt land við húsvegginn og aðstæður til heyskapar og ræktunar alveg einstakar, þar vori snemma og hausti seint, og grasspretta yfirleitt góð og mikil.Fyrstu kýrnar komu vorið 2008 og nú eru þar um 150 kýr, auk kálfa og geldneytis, og telst Flatey nú fimmta stærsta kúabú landsins. Reynir segir þá hafa fundið að þetta verkefni njóti velvildar og stuðnings heimafyrir. Fyrirtækinu hafi fylgt ný störf, þrjú og hálft til fjögur og hálft ársverk í byggðarlaginu, fyrir utan þau störf sem uppbyggingin leiddi af sér, sem fjöldi manns kom að, mest allt heimafólk.Kýrnar ganga lausar í fjósinu og láta sjálfar mjólka sig en það verk annast tveir róbótar. Meðal starfsmanna er Kristín Egilsdóttir og hún segir þetta frábrugðið hefðbundnum fjósastörfum. Hún hvorki mokar flórinn né þvær spena heldur felst starfið aðallega í eftirliti með tölvum.Mjólkurmagnið sem flæðir úr spenunum er ótrúlegt, eða um tvöþúsund lítrar á hverjum degi, sem er álíka og sex þúsund manns drekka úr mjólkurfernum. Þetta eru ekki hefðbundið fjölskyldubú heldur í eigu fyrirtæksins Lífsvals.Reynir telur að það sé ágætt fyrir landbúnaðinn að búa við breytilegt rekstrarform. Það hafi sína kosti að reka fjölskyldubú, sem Íslendingar hafi lagt mikla áherslu á, en það hafi líka kosti að fá hitt með. Það styrki byggðina og breyti svolítið ásýndinni á landbúnaðinn í heild sinni.Undir þetta tekur Kristín og segir svona stórt bú styðja önnur minni bú á svæðinu. Það styrki búsetuna og skapi atvinnu.Lífsval hefur lagt í miklar fjárfestingar með jarðakaupum víða um land en ráðamenn þess segjast vera í skilum með sín lán. Reynir segir að þeim finnist, eins og öðrum, að afurðaverðið hafi ekki fylgt eftir hækkunum á tilkostnaði, en þetta gangi.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira