Teikn eru á lofti um aukinn vanda barna 16. janúar 2010 07:00 Barna- og unglingageðdeild „Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær. Hann segir margt benda til að áhrif kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram, án þess að marktæk aukning innan geðheilbrigðisþjónustunnar sé til að rökstyðja það enn sem komið er. Tuttugu prósenta fjölgun var á tilkynningum til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuðina 2009 miðað við árið á undan. Alls voru þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í Fjölskyldumiðstöðina og skólahjúkrunarfræðingar telja sig verða vara við meiri vanlíðan hjá skólabörnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki enn orðið vör við marktæka fjölgun tilvísana á BUGL,“ segir Ólafur. „Við urðum þó vör við lítils háttar fjölgun bráðamála í lok síðasta árs og vísbendingar eru um að alvarleiki mála sem til okkar koma hafi aukist.“ Í fyrra fjölgaði innlögnum um átján prósent fyrstu ellefu mánuðina frá fyrra ári. Til þess að anna eftirspurn þurfti að útskrifa sjúklinga fyrr. Meðallegutíminn styttist við þetta um fjórðung. Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður á Stuðlum – meðferðarstöð fyrir unglinga, sagði að ákveðinn hópur, sem félli illa að meðaltalssamantektum, verði samfélaginu þungur í skauti. Staðreyndin væri sú að kreppuástand, með tilheyrandi niðurskurði og tilfærslum, hefði helst áhrif á þau börn og unglinga sem stóðu verst fyrir. Kom fram að ganga mætti að því sem vísu að þessi hópur þyrfti meiri þjónustu en hingað til og einkenni þess væru þegar komin fram. Ólafur sagði að stjórnvöld gengju að sínu mati afar hart fram í niðurskurðarkröfum á LSH þótt það hefði hingað til ekki snert geðheilbrigðisþjónustuna með beinum hætti. „Það má ekki gerast að stjórnmálamenn taki til þess ráðs að skera niður stuðningsúrræði og þjónustu í skólum, þjónustuteymi á heilsugæslustöðvum og sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu.“ svavar@frettabladid.is Ólafur Ó. Guðmundsson
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira