Innlent

Gengur hraðar en í Indónesíu

Hlín Baldvinsdóttir
Fór í fyrradag áleiðis til Haítí.
Hlín Baldvinsdóttir Fór í fyrradag áleiðis til Haítí.
Þórir Guðmundsson, deildar­stjóri Alþjóðadeildar Rauða kross Íslands, RKÍ, segir að þrátt fyrir að mörgum þyki hjálparstarf á Haítí fara seint af stað þá gangi það hraðar fyrir sig en eftir hamfaraflóðin í Búrma árið 2008 og í Indónesíu 2004. Hlín Baldvinsdóttir, einn af reyndustu sendifulltrúum RKÍ, er á leið til Haítí. Þórir segir tuttugu manns til viðbótar einnig viðbúna að fara, bæði heilbrigðisstarfsfólk og hvers kyns sérfræðinga.

Í gær var aðeins eitt sjúkrahús á hamfarasvæðinu sem gat tekið við slösuðu fólki. Önnur voru yfirfull að svo miklu leyti sem þau voru starfhæf. Alþjóðlegt björgunarlið vann að því að koma upp sjúkratjöldum og færanlegum sjúkrastöðvum til að hlynna að fólki. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×