Unnið að sendingu átta fanga úr landi 16. janúar 2010 08:30 Ellefu erlendir fangar með meira en tveggja ára fangelsisdóm afplána nú í fangelsum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Í fangelsum hér á landi sitja í dag ellefu erlendir fangar með þyngri dóm en tveggja ára fangelsi. Tveir þeirra eru í flutningsmeðferð til afplánunar í föðurlandi sínu og sex til viðbótar í brottvísunarferli hjá Útlendingastofnun. Þrír af þessum ellefu munu ekki afplána í föðurlandi sínu þar sem þeim var ekki brottvísað. Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, spurð um flutning erlendra fanga hér til afplánunar í föðurlandinu. „Ljóst er að flutningur fanga til afplánunar í heimalandi sínu er ekki raunhæft úrræði til að takast á við þann vanda sem fangelsiskerfið á við að etja þar sem ferlið er mjög langt og þungt í vöfum,“ segir dómsmálaráðherra. Þarna gildir einu þótt dómsmálaráðherrar Íslands og Litháens hafi 2008 gert með sér samkomulag um að veita beiðnum á grundvelli Evrópuráðssamningsins forgang þannig að þær yrðu afgreiddar eins fljótt og kostur væri. „Einungis er hægt að flytja fanga sem hlotið hafa þunga dóma, til dæmis tveggja til þriggja ára dóma eða þyngri,“ segir ráðherra. Ástæða þess er meðal annars sú að sjálft undirbúningsferlið hér á landi tekur langan tíma. Flestir fanganna vilja ekki afplána í sínu heimalandi og því þarf að liggja fyrir brottvísunarúrskurður áður en ákveðið er að senda beiðni til föðurlands fangans, að sögn Rögnu. Mál erlendra afbrotamanna eru tekin fyrir hjá Útlendingastofnun þegar fullnaðardómur hefur gengið í máli þeirra. Ákvörðun Útlendingastofnunar er síðan hægt að kæra til dómsmálaráðuneytisins. „Þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir um brottvísun er hægt að senda dóma og önnur nauðsynleg gögn í þýðingu,“ útskýrir Ragna. „Þá þarf að afla afstöðu fangans en samkvæmt núgildandi samningi þarf að gera sérstaklega grein fyrir afstöðu þeirra til flutnings í beiðninni til heimalandsins. Þegar hægt er að senda út beiðni er fanginn búinn að afplána nokkra mánuði, jafnvel ár í gæsluvarðhaldi auk nokkurra mánaða sem brottvísunarferlið og annað undirbúningsferli tekur. Þá setur gildandi samningur það að skilyrði að að minnsta kosti sex mánuðir séu eftir af afplánun viðkomandi fanga.“ Aðspurð segir Ragna að rætt hafi verið að freista þess að gera svipað samkomulag og gert var við Litháen við þau ríki sem erlendir brotamenn koma frá. jss@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í fangelsum hér á landi sitja í dag ellefu erlendir fangar með þyngri dóm en tveggja ára fangelsi. Tveir þeirra eru í flutningsmeðferð til afplánunar í föðurlandi sínu og sex til viðbótar í brottvísunarferli hjá Útlendingastofnun. Þrír af þessum ellefu munu ekki afplána í föðurlandi sínu þar sem þeim var ekki brottvísað. Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, spurð um flutning erlendra fanga hér til afplánunar í föðurlandinu. „Ljóst er að flutningur fanga til afplánunar í heimalandi sínu er ekki raunhæft úrræði til að takast á við þann vanda sem fangelsiskerfið á við að etja þar sem ferlið er mjög langt og þungt í vöfum,“ segir dómsmálaráðherra. Þarna gildir einu þótt dómsmálaráðherrar Íslands og Litháens hafi 2008 gert með sér samkomulag um að veita beiðnum á grundvelli Evrópuráðssamningsins forgang þannig að þær yrðu afgreiddar eins fljótt og kostur væri. „Einungis er hægt að flytja fanga sem hlotið hafa þunga dóma, til dæmis tveggja til þriggja ára dóma eða þyngri,“ segir ráðherra. Ástæða þess er meðal annars sú að sjálft undirbúningsferlið hér á landi tekur langan tíma. Flestir fanganna vilja ekki afplána í sínu heimalandi og því þarf að liggja fyrir brottvísunarúrskurður áður en ákveðið er að senda beiðni til föðurlands fangans, að sögn Rögnu. Mál erlendra afbrotamanna eru tekin fyrir hjá Útlendingastofnun þegar fullnaðardómur hefur gengið í máli þeirra. Ákvörðun Útlendingastofnunar er síðan hægt að kæra til dómsmálaráðuneytisins. „Þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir um brottvísun er hægt að senda dóma og önnur nauðsynleg gögn í þýðingu,“ útskýrir Ragna. „Þá þarf að afla afstöðu fangans en samkvæmt núgildandi samningi þarf að gera sérstaklega grein fyrir afstöðu þeirra til flutnings í beiðninni til heimalandsins. Þegar hægt er að senda út beiðni er fanginn búinn að afplána nokkra mánuði, jafnvel ár í gæsluvarðhaldi auk nokkurra mánaða sem brottvísunarferlið og annað undirbúningsferli tekur. Þá setur gildandi samningur það að skilyrði að að minnsta kosti sex mánuðir séu eftir af afplánun viðkomandi fanga.“ Aðspurð segir Ragna að rætt hafi verið að freista þess að gera svipað samkomulag og gert var við Litháen við þau ríki sem erlendir brotamenn koma frá. jss@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira