Unnið að sendingu átta fanga úr landi 16. janúar 2010 08:30 Ellefu erlendir fangar með meira en tveggja ára fangelsisdóm afplána nú í fangelsum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Í fangelsum hér á landi sitja í dag ellefu erlendir fangar með þyngri dóm en tveggja ára fangelsi. Tveir þeirra eru í flutningsmeðferð til afplánunar í föðurlandi sínu og sex til viðbótar í brottvísunarferli hjá Útlendingastofnun. Þrír af þessum ellefu munu ekki afplána í föðurlandi sínu þar sem þeim var ekki brottvísað. Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, spurð um flutning erlendra fanga hér til afplánunar í föðurlandinu. „Ljóst er að flutningur fanga til afplánunar í heimalandi sínu er ekki raunhæft úrræði til að takast á við þann vanda sem fangelsiskerfið á við að etja þar sem ferlið er mjög langt og þungt í vöfum,“ segir dómsmálaráðherra. Þarna gildir einu þótt dómsmálaráðherrar Íslands og Litháens hafi 2008 gert með sér samkomulag um að veita beiðnum á grundvelli Evrópuráðssamningsins forgang þannig að þær yrðu afgreiddar eins fljótt og kostur væri. „Einungis er hægt að flytja fanga sem hlotið hafa þunga dóma, til dæmis tveggja til þriggja ára dóma eða þyngri,“ segir ráðherra. Ástæða þess er meðal annars sú að sjálft undirbúningsferlið hér á landi tekur langan tíma. Flestir fanganna vilja ekki afplána í sínu heimalandi og því þarf að liggja fyrir brottvísunarúrskurður áður en ákveðið er að senda beiðni til föðurlands fangans, að sögn Rögnu. Mál erlendra afbrotamanna eru tekin fyrir hjá Útlendingastofnun þegar fullnaðardómur hefur gengið í máli þeirra. Ákvörðun Útlendingastofnunar er síðan hægt að kæra til dómsmálaráðuneytisins. „Þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir um brottvísun er hægt að senda dóma og önnur nauðsynleg gögn í þýðingu,“ útskýrir Ragna. „Þá þarf að afla afstöðu fangans en samkvæmt núgildandi samningi þarf að gera sérstaklega grein fyrir afstöðu þeirra til flutnings í beiðninni til heimalandsins. Þegar hægt er að senda út beiðni er fanginn búinn að afplána nokkra mánuði, jafnvel ár í gæsluvarðhaldi auk nokkurra mánaða sem brottvísunarferlið og annað undirbúningsferli tekur. Þá setur gildandi samningur það að skilyrði að að minnsta kosti sex mánuðir séu eftir af afplánun viðkomandi fanga.“ Aðspurð segir Ragna að rætt hafi verið að freista þess að gera svipað samkomulag og gert var við Litháen við þau ríki sem erlendir brotamenn koma frá. jss@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Í fangelsum hér á landi sitja í dag ellefu erlendir fangar með þyngri dóm en tveggja ára fangelsi. Tveir þeirra eru í flutningsmeðferð til afplánunar í föðurlandi sínu og sex til viðbótar í brottvísunarferli hjá Útlendingastofnun. Þrír af þessum ellefu munu ekki afplána í föðurlandi sínu þar sem þeim var ekki brottvísað. Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, spurð um flutning erlendra fanga hér til afplánunar í föðurlandinu. „Ljóst er að flutningur fanga til afplánunar í heimalandi sínu er ekki raunhæft úrræði til að takast á við þann vanda sem fangelsiskerfið á við að etja þar sem ferlið er mjög langt og þungt í vöfum,“ segir dómsmálaráðherra. Þarna gildir einu þótt dómsmálaráðherrar Íslands og Litháens hafi 2008 gert með sér samkomulag um að veita beiðnum á grundvelli Evrópuráðssamningsins forgang þannig að þær yrðu afgreiddar eins fljótt og kostur væri. „Einungis er hægt að flytja fanga sem hlotið hafa þunga dóma, til dæmis tveggja til þriggja ára dóma eða þyngri,“ segir ráðherra. Ástæða þess er meðal annars sú að sjálft undirbúningsferlið hér á landi tekur langan tíma. Flestir fanganna vilja ekki afplána í sínu heimalandi og því þarf að liggja fyrir brottvísunarúrskurður áður en ákveðið er að senda beiðni til föðurlands fangans, að sögn Rögnu. Mál erlendra afbrotamanna eru tekin fyrir hjá Útlendingastofnun þegar fullnaðardómur hefur gengið í máli þeirra. Ákvörðun Útlendingastofnunar er síðan hægt að kæra til dómsmálaráðuneytisins. „Þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir um brottvísun er hægt að senda dóma og önnur nauðsynleg gögn í þýðingu,“ útskýrir Ragna. „Þá þarf að afla afstöðu fangans en samkvæmt núgildandi samningi þarf að gera sérstaklega grein fyrir afstöðu þeirra til flutnings í beiðninni til heimalandsins. Þegar hægt er að senda út beiðni er fanginn búinn að afplána nokkra mánuði, jafnvel ár í gæsluvarðhaldi auk nokkurra mánaða sem brottvísunarferlið og annað undirbúningsferli tekur. Þá setur gildandi samningur það að skilyrði að að minnsta kosti sex mánuðir séu eftir af afplánun viðkomandi fanga.“ Aðspurð segir Ragna að rætt hafi verið að freista þess að gera svipað samkomulag og gert var við Litháen við þau ríki sem erlendir brotamenn koma frá. jss@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira