Innlent

Sýna björgunarsveitinni vinsemd

Búðir íslensku sveitarinnar á flugvellinum í höfuðborginni Port au Prince. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Búðir íslensku sveitarinnar á flugvellinum í höfuðborginni Port au Prince. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru.

„Í fréttum frá Haítí hafa verið sýndar myndir af öskrandi fólki veifandi sveðjum og hafa því margir áhyggjur af öryggi björgunarfólksins. Þótt ástandið á Haiti sé afar slæmt hefur íslenska sveitin hvergi mætt öðru en þakklæti og vinsemd heimamanna og ekki séð neitt í líkingu við það sem sést hefur í erlendum fréttamiðlum," segir í tilkynningunni.

Í gær var ástandið kannað í fjölda rústa en ekki varð vart við neinn á lífi í þeim. Í tilkynningunni kemur fram að íbúarnir sýni því mikinn skilning þegar björgunarsveitin hverfi frá eftir árangurslausa leit og að Íslendingarnir verði ekki fyrir áreiti vegna þessa.

Auk almennra björgunarstarfa stýra félagar í íslensku sveitinni enn búðum alþjóðlegra björgunarsveita auk þess að manna að hluta samhæfingarstöð alþjóðlegs hjálparliðs sem staðsett er í búðum Íslendinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×