Erlent

Gáfu út nýjar myndir af Osama Bin Laden

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svona gæti Osama Bin Laden litið út í dag. Mynd/ AFP.
Svona gæti Osama Bin Laden litið út í dag. Mynd/ AFP.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent út tölvubreyttar myndir sem sýna hvernig líklegt er að Osama Bin Laden líti út í dag, þegar hann er 52 ára gamall.

Mynd af bin Laden frá árinu 1998 hefur verið breytt og hún aðlöguð þannig að hún sýni hvernig hann gæti hafa elst á rúmum áratug og hvernig skeggið gæti mögulega hafa breyst.

Myndirnar sýna hvernig hann gæti litið út með mikið skegg og með lítið skegg.

Osama Bin Laden er stofnandi al-Qaeda samtakanna og trónir efst á lista Bandaríkjamanna yfir mestu glæpamennina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×