Innlent

Enn hægt að fá miða

Það er orðinn árviss viðburður, að framvarðarsveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og troði upp til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg, að mati Einars Bárðarsonar sem stendur fyrir tónleikunum sem fara fram síðar í dag.

Á undanförnum árum hafa yfir 30 milljónir króna safnast á þessum tónleikum, og nú segir Einar að markmiðið sú að sú upphæð hækki í 32.5 milljónir króna. Hann segir að ekki sé uppselt á tónleika og því sé enn hægt að nálgast miða á midi.is.

Á meðal þeirra sem stíga á svið verða Sálin hans Jóns míns, Ingó og Veðurguðirnir, Buff, Dikta, Hafdís Huld, Jóhanna Guðrún og félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan.

Tónleikarnir voru fyrst haldnir í desember árið 1998. Einar segir að allir þeir sem koma að tónleikunum gefi vinni sína. Það eigi jafnt við um tónlistarfólkið, tæknimenn og annað starfsfólk. Þá hafi öll fyrirtæki sem komi að verkefninu einnig gefið alla sína vinnu.

Tónleikarnir fara eins og áður hefur komið fram í Háskólabíói í dag og hefjast stundvíslega klukkan 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×