Innlent

Auglýst eftir nýjum forstjóra Útlendingastofnunar

Mynd/Stefán Karlsson
Embætti forstjóra Útlendingastofnunar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Hildur Dungal hefur beðist lausnar sem forstjóri stofnunnar frá 1. apríl næstkomandi, en hún hefur verið í leyfi frá störfum því í júní 2008. Hún gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi sem fram í næsta mánuði vegna komandi bæjarstjórnarkosninga.

Dómsmála- og mannréttindaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn frá og með 1. apríl. Umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×