Innlent

Frestur lengdur um eina viku

Kristinn 
Guðlaugsson
Kristinn Guðlaugsson
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur framlengt frest sem sveitarfélag Álftaness fékk til að koma skikk á fjármál sín um eina viku. Í desember fengu Álftnesingar frest til 20. janúar til þessa en þurfa nú ekki að skila áætlun sinni fyrr en 27. janúar. „Við vinnum í þessu af krafti.

Það er bæði efnahags­hlutinn og rekstrarhlutinn undir,“ segir Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar. Lagt var fyrir Álftnesinga að skoða sameiningu við önnur sveitarfélög en Kristinn segir það bíða næsta áfanga þegar tekist hefur að koma betra skipulagi á fjármálin. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×