Innlent

Gagnaverið skapar 100 störf

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, er formaður iðnaðarnefndar Alþingis.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, er formaður iðnaðarnefndar Alþingis. Mynd/Anton Brink
Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, segir að á bilinu 80 til 120 manns fái við vinnu við uppbyggingu gagnavers Verne Holdings í Reykjanes á sjö ára byggingartíma og að um 100 störf skapist við rekstur gagnaversins þegar það er fullbúið. Verðmæti uppbyggingarinnar sé tæpir 90 milljarðar króna.

Skúli segir í pistli á Pressunni að Mikilvægur áfangi í uppbyggingu græns hagkerfis á Íslandi sé í höfn með aðkomu kjölfestufjárfestis frá Bandaríkjunum að því að reisa fyrsta vistvæna gagnaverið á Íslandi. „Um er að ræða góðgerðasjóðinn Wellcome Trust sem verður nú stærsti hluthafinn í Verne Holdings ehf. móðurfélagi Verne Global og þar með ráðandi aðili í uppbyggingu þess fyrirtækis á því sem kallað hefur verið heildsölugagnaver á Suðurnesjum."

Hlutafjárframlag Wellcome Trust er velkomið innlegg í atvinnumálin á Suðurnesjum, að mati Skúla. Þar hafi atvinnuleysi mælst mest á öllu landinu. „Áætlað hefur verið að fyrsti áfanga verkefnisins verði lokið á þessu ári en það er ríflega 12 milljarða fjárfesting, sem að fullu verður fjármögnuð með hinu nýja hlutafé Wellcome Trust."

Þingmaðurinn segir að pólitísk umræða á Íslandi hafi undanfarna mánuði snúist um fátt annað en Icesave. „Sannarlega er nauðsynlegt að koma því örlagaríka máli í sáttafarveg sem leiðir til lausnar. En uppbygging nýrra atvinnutækifæra , sem er nátengd velferð íslenskra heimila, er engu síður mikilvægt verkefni sem ég tel að verðskuldi náið þverpólitískt samstarf á komandi vikum og mánuðum," segir Skúli í pistlinum sem er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×