VG: Ráðning Davíðs skólabókardæmi um misnotkun 16. janúar 2010 16:21 Davíð Oddsson. Mynd/GVA Ráðning Davíðs Oddssonar og Haralds Johannessen sem ritstjórar Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi eru skólabókardæmi um að fjölmiðlum sé nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna. Þetta er kemur fram í ályktun sem flokksráð Vinstri grænna samþykkti á fundi sínum á Akureyri í dag en þar er þungum áhyggjum lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi. Þar segir að mikill samdráttur á fjölmiðlamarkaði hafi leitt til þess að blaðamönnum sé sniðinn óheyrilega þröngur stakkur. Álag á fjölmiðlum sé mikið og þeir blaðamenn sem enn hafa ekki orðið niðurskurðarhnífnum að bráð búi við mikið atvinnuóöryggi. Það geti leitt til þess að þeir geti átt erfitt með að standa vörð um sjálfstæði sitt gagnvart yfirmönnum sínum og eigendum fjölmiðlanna, bæði varðandi efnistök og óraunhæfar kröfur um vinnutíma og afköst. „Fjölmiðlum er nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna. Ráðning ritstjóra Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi þar og á fleiri miðlum eru skólabókardæmi um slíkt. Rekstur og tilgangur 365 miðla er illskiljanlegur í ljósi hrunsins og framtíð allra miðla óviss,“ segir í ályktuninni.Bakslag í jafnréttismálum Flokksráð VG telur ljóst að mikið bakslag hafi orðið í jafnréttismálum innan fjölmiðlanna. Hæfum og reyndum konum hafi verið sagt upp störfum á sama tíma og karlar með minni reynslu og menntun hafi verið keyptir milli miðla. Þá er rifjað upp í ályktunni að bæði bæði núverandi og fyrrverandi formanni Blaðamannafélags Íslands og varaformanni félagsins, sem allar séu konur, verið sagt upp störfum með stuttu millibili. „Á sama tíma voru aðrir blaðamenn, allt karlar, ráðnir til starfa á viðkomandi fjölmiðlum. Þetta eru ekki góð skilaboð til stéttarinnar og stéttarbaráttu blaðamanna,“ segir í ályktun flokksráðsins.Áhersla lögð á vellaunaðar sjónvarpsstjörnur og jeppa Flokksráðið áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að búa svo um hnútana að hér geti frjálsir fjölmiðlar þrifist. Að sama skapi telur ráðið mikilvægt að staðið sé vörð um sjálfstæði Ríkisútvarpsins og það hlutverk sem stofnunni er ætlað í íslensku samfélagi. „Lagaumgjörð, stjórnun og rekstrarfyrirkomulag sem nú gildir um RÚV, hefur ekki tryggt hlutverk miðilsins, sem virðist undir sömu sök seldur og aðrir miðlar. Stjórnendur RÚV hafa heldur ekki borið gæfu til að skilja hlutverk stofnunarinnar. Áherslan er áfram á ungar, vellaunaðar sjónvarpsstjörnur, forstjóralaun og jeppa, og niðurskurðartillögur ganga helst út á tilraunir til að losna við láglaunaða, reynda útvarpsmenn, sem ætti að öðrum ólöstuðum helst að halda í.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Ráðning Davíðs Oddssonar og Haralds Johannessen sem ritstjórar Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi eru skólabókardæmi um að fjölmiðlum sé nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna. Þetta er kemur fram í ályktun sem flokksráð Vinstri grænna samþykkti á fundi sínum á Akureyri í dag en þar er þungum áhyggjum lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi. Þar segir að mikill samdráttur á fjölmiðlamarkaði hafi leitt til þess að blaðamönnum sé sniðinn óheyrilega þröngur stakkur. Álag á fjölmiðlum sé mikið og þeir blaðamenn sem enn hafa ekki orðið niðurskurðarhnífnum að bráð búi við mikið atvinnuóöryggi. Það geti leitt til þess að þeir geti átt erfitt með að standa vörð um sjálfstæði sitt gagnvart yfirmönnum sínum og eigendum fjölmiðlanna, bæði varðandi efnistök og óraunhæfar kröfur um vinnutíma og afköst. „Fjölmiðlum er nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna. Ráðning ritstjóra Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi þar og á fleiri miðlum eru skólabókardæmi um slíkt. Rekstur og tilgangur 365 miðla er illskiljanlegur í ljósi hrunsins og framtíð allra miðla óviss,“ segir í ályktuninni.Bakslag í jafnréttismálum Flokksráð VG telur ljóst að mikið bakslag hafi orðið í jafnréttismálum innan fjölmiðlanna. Hæfum og reyndum konum hafi verið sagt upp störfum á sama tíma og karlar með minni reynslu og menntun hafi verið keyptir milli miðla. Þá er rifjað upp í ályktunni að bæði bæði núverandi og fyrrverandi formanni Blaðamannafélags Íslands og varaformanni félagsins, sem allar séu konur, verið sagt upp störfum með stuttu millibili. „Á sama tíma voru aðrir blaðamenn, allt karlar, ráðnir til starfa á viðkomandi fjölmiðlum. Þetta eru ekki góð skilaboð til stéttarinnar og stéttarbaráttu blaðamanna,“ segir í ályktun flokksráðsins.Áhersla lögð á vellaunaðar sjónvarpsstjörnur og jeppa Flokksráðið áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að búa svo um hnútana að hér geti frjálsir fjölmiðlar þrifist. Að sama skapi telur ráðið mikilvægt að staðið sé vörð um sjálfstæði Ríkisútvarpsins og það hlutverk sem stofnunni er ætlað í íslensku samfélagi. „Lagaumgjörð, stjórnun og rekstrarfyrirkomulag sem nú gildir um RÚV, hefur ekki tryggt hlutverk miðilsins, sem virðist undir sömu sök seldur og aðrir miðlar. Stjórnendur RÚV hafa heldur ekki borið gæfu til að skilja hlutverk stofnunarinnar. Áherslan er áfram á ungar, vellaunaðar sjónvarpsstjörnur, forstjóralaun og jeppa, og niðurskurðartillögur ganga helst út á tilraunir til að losna við láglaunaða, reynda útvarpsmenn, sem ætti að öðrum ólöstuðum helst að halda í.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira