Innlent

Vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum

Formenn stjórnmálaflokkanna hittust þrisvar sinnum í vikunni ásamt Þráni Bertelssyni og Birgittu Jónsdóttur. Mynd/Stefán Karlsson
Formenn stjórnmálaflokkanna hittust þrisvar sinnum í vikunni ásamt Þráni Bertelssyni og Birgittu Jónsdóttur. Mynd/Stefán Karlsson Mynd/Stefán Karlsson
Ríkisstjórnin vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum um hvort hægt verði að hefja nýjar samningaviðræður um Icesave. Þreifingar þessa efnis hafa staðið yfir á milli landanna síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave lögunum staðfestingar í síðustu viku.

Í gær fundaði ríkisstjórnin með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna þar sem meðal annars var rætt um samningsmarkmið Íslendinga ef til nýrra viðræðna kemur. Ekkert samkomulag lá fyrir að loknum fundi en lagt er upp með að stofnuð verði þverpólitísk nefnd sem mun hafa yfirumsjón með viðræðunum. Flokkarnir ætla að funda aftur í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×