Fleiri fréttir

Náið samráð við borgarbúa

Aðalskipulag Reykjavíkur verður unnið í nánu samráði við borgarbúa og áhersla lögð á þverpólitíska sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningarfundi um endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur í gær.

Litháarnir störfuðu hjá Íslendingunum

Þrír íslenskir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær, á grundvelli aðildar að meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, þjófnaðarbrota og tryggingasvika.

Telur siðareglurnar bíræfnar

Ólafur F. Magnússon greiddi atkvæði gegn nýjum siðareglur borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Hann lét bóka að tregða borgarfulltrúa við að upplýsa um prófkjörsstyrki, auk annars, gerði slíkar siðareglur marklausar.

Fjörutíu lagðir inn vegna svínaflensu

Enn fjölgaði sjúklingum á Landspítala í gær vegna svínaflensu. Þeir voru 33 talsins, þar af sex á gjörgæslu. Sjö nýir voru innlagðir og fjórir útskrifaðir. Þá höfðu fimm einstaklingar verið lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri af sömu ástæðu og einn á Blönduósi.

Starfsfólkið er orðið úrvinda

„Starfsfólkið er orðið úrvinda,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, spurður um stöðuna í fangelsismálum nú. Þessa dagana bætast sífellt fleiri í hóp gæsluvarðhaldsfanga. Vegna rannsóknar lögreglu á einu máli sitja í gæsluvarðhaldi níu manns eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þrír þeirra bættust við í gær.

Breytt viðhorf til kannabiss

Svo virðist sem breytt viðhorf gagnvart kannabisneyslu geri nú vart við sig meðal ungs fólks á Íslandi. Það líti jafnvel ekki lengur á kannabisefni sem ólögmætt og varasamt fíkniefni. Þetta kom fram í máli Arngríms Gunnarssonar, forvarnar­fulltrúa í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum, um kannabisneyslu á Íslandi í fyrradag.

Smíða stól fyrir hæsta mann heims

„Þeir frá Hótel Loftleiðum höfðu samband á þriðjudag og voru í miklu veseni, því þeir áttu engan stól fyrir karlinn að sitja á. Við fengum þess vegna 48 klukkutíma til að smíða stólinn, og erum dálítið að giska okkur áfram með þetta. Það verður spennandi að sjá hver útkoman verður," segir Erlendur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá GÁ Húsgögnum.

Andvirði Kárahnjúka í ónýttri fjárfestingu

„Það er grátlegast að það var varað við þessu þegar meirihlutinn í Reykjavík fór í gang með plön um þreföldun á lóða­úthlutunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, um offjárfestingu á fasteignamarkaði.

Segir Egil Helgason fjölmiðlaskúrk sem misnoti aðstöðu sína

Ástþór Magnússon Wium er nú kominn í hóp þeirra sem eru ósáttir með Egil Helgason fjölmiðlamann á Rúv. Hann segir Egil vera fjölmiðlaskúrk sem gangi sífellt lengra í þeirri vissu að spilltir stjórnmála- og löggæslumenn muni ekki taka á lögbrotum hans. Þetta kemur fram í pistli sem Ástþór skrifar á heimasíðu sína í kvöld.

Madoff deilir fangaklefa með fíkniefnasala

Einn mesti svindlari síðari ára, Bernard Madoff, deildi klefa með tuttugu og eins árs gömlum fíkniefnasala, njósnara, mafíuforingja og fleirum þegar hann var settur í fangelsi í sumar.

Segja SA og verkalýðshreyfinguna ekki taka niðurstöður síðustu þingkosninga alvarlega

Framtíðarlandið, samtöku áhugafólks um framtíð Íslands, segja Samtök Atvinnulífsins og verkalýðshreyfinguna ekki taka alvarlega niðurstöður síðustu þingkosninga. Í tilkynningu frá samtökunum segir að talsmenn Samtaka atvinnulífsins séu meðal þeirra sem hæst hafa kallað á uppbyggingu stóriðju. Þeim sé ómögulegt að sjá nýja möguleika í stöðunni eða draga lærdóm af uppbyggingu nýrra útflutningsfyrirtækja svo sem á sviði hugbúnaðar, tölvuleikja og sjónvarpsþátta (Latibær) sem hafa ekki verið gæluverkefni stjórnmálamanna. Svipað megi segja um viðsemjendur þeirra í verkalýðshreyfingunni. Stóriðjuframkvæmdir séu sameiginlegt áhugamál þeirra og því markmiði skal náð með öllum ráðum.

Bílvelta við Borgarnes

Lögreglan í Borgarnesi fékk tilkynningu um bílveltu við afleggjarann að Hótel Venus rétt áður en komið er að brúnni um hálf sex leytið í kvöld. Ökumaður bílsins, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild í Fossvogi til skoðunar.

Ekki aftur í útboð þrátt fyrir gagnrýni

Framkvæmdir á brunareitnum svokallaða í miðbæ Reykjavíkur verða ekki boðnar út að nýju þrátt fyrir gagnrýni um að ekki hafi verið staðið rétt að útboðinu

Styrktarhópur til stuðnings stelpunum stofnaður

Hópur kvenna hefur stofnað styrktarhóp til stuðnings stelpum á Selfossi sem kærðu séra Gunnar Björnsson fyrir kynferðisbrot. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa frá svipuðum atvikum að segja eftir samskipti sín við Gunnar þegar hann var sóknarprestur á Bolungarvík.

Mansalsmál: Vinnuveitendur Litháanna í einangrun

Litháar, sem eru í haldi vegna rannsóknar á mansalsmáli, störfuðu hjá verktakafyrirtæki hér á landi og hafa íslenskir eigendur þess verið úrskurðaðir í vikulanga einangrunarvist. Annar Íslendinganna á að hafa hringt í lögreglu fyrir starfsmenn sína til að spyrjast fyrir um litháíska stúlku, sem talið er að hafi átt að neyða í vændi á Íslandi.

Hálandavaktin aldrei haft jafn mikið að gera

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem voru á vaktinni á hálendinu í sumar hafa aldrei fengið eins mörg verkefni en fjöldi beiðna um aðstoð þrefaldaðist frá fyrra ári samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

SUS hafnar skuldsetningu framtíðarkynslóða

Samband ungra sjálfstæðismanna átelur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að steypa íslenskri þjóð í skuldaánauð með því að samþykkja, það sem getur ekki kallast annað en fyrirvaralaus ríkisábyrgð á Icesave samningunum samkvæmt ályktun sem þeir sendu fjölmiðlum.

Svínaflensan ekki að verða illvígari

Þrátt fyrir að stúlka hafi látist úr svínaflensuveirunni og sex liggi nú á gjörgæsludeild með svínaflensu er ekkert sem bendir til þess að veiran valdi illvígari sýkingum en í upphafi faraldursins.

Drukkinn skipstjóri sýknaður af ölvunarsiglingu

Skipstjóri Ásbjarnar RE-50 var sýknaður af því að stýra skipinu drukkinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skipstjórinn kom til lands í janúar síðastliðnum og var þá verulega drukkinn. Hann viðurkenndi að hann hefði drukkið rauðvínsglas og nokkra bjóra. Það hefði hann hinsvegar gert eftir að 1. stýrimaður tók við stjórn skipsins.

Peningahámark í prófkjöri Sjálfstæðismanna

Sjálfstæðismenn í Reykjavík efna til prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor 23. janúar næstkomandi. Nokkur nýbreytni verður í áherslum í framkvæmd prófkjörsins en meðal annars verður lagt upp úr því að kostnaður frambjóðanda vegna kynningar fari ekki yfir 1.5 milljón króna samkvæmt tilkynningu.

Bangsi bílaþjófur gripinn glóðvolgur

Lögreglan í Florissant í Kólóradó fylki var snögg á vettvang þegar hún fékk tilkynningu um að rumur einn mikill væri að stela bíl fyrir framan íbúðarhús í bænum.

Síðasti fáninn frá Trafalgar

Tvöhundruð og fjögur ár eru í dag liðin frá því breski flotinn vann einn sinn frægasta sigur. Þá gersigraði hann miklu stærri flota Frakka og Spánverja við Trafalgar undan ströndum Spánar.

Dæmdar 33 milljónir í bætur vegna slyss í Laugardalslaug

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Vátryggingafélag Íslands til að greiða ungum karlmanni 33 milljónir króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir þegar að hann stakk sér til sunds við grynnri enda Laugardalslaugar árið 2007. Við slysið rak maðurinn höfuðið í botninn með þeim afleiðingum að hann hlaut 100% örorku.

Óvissa um verktakaframlög valdi vanhæfni borgarfulltrúa

„Það verður að teljast bíræfni af hálfu borgarfulltrúa að ætla að setja fögur orð á blað og kalla það siðareglur. Enn er reynt að draga lappirnar við að upplýsa um framlög í prófkjörum til kjörinna fulltrúa," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, í bókun á borgarstjórnarfundi í gær. Þar voru samþykktar siðareglur borgarfulltrúa með 14 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs.

Þannig fara hjónabönd í hundana

Þegar eiginkonan sagði manninum að hún ætlaði út að ganga með hundinn og hitta vinkonur sínar til þess að fá sér kaffisopa, ákvað maðurinn að fara í gönguferð með börnin.

Ættarhöfðingi Saddams handtekinn

Leiðtogi ættbálks Saddams Hussein hefur verið handtekinn í Írak, sakaður um að fjármagna uppreisnarmenn í norðurhéruðum landsins.

Hosmany áfram í haldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Brasilíumanninum Ramos Hosmany en hann hefur verið í haldi síðan hann kom til landsins í sumar.

Vill gefa fallegum konum afslátt

Forstjóri írska flugfélagsins Ryanair hefur lag á að fiska sér umtal í fjölmiðlum. Ef ekki fyrir að boða sérstakt gjald fyrir að fara á klósettið, þá eitthvað annað.

AGS endurskoðar efnahagsáætlun Íslands á miðvikudaginn

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands 28. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sent fjölmiðlum.

Óttast veitingastaði í Kaupmannahöfn

Margar af þeim skotárásum sem gerðar hafa verið í Kaupmannahöfn síðasta árið hafa verið gerðar á veitingastöðum þar sem annaðhvort Vítisenglar eða innflytjendagengi halda til.

Katrín enn undir feldi

Mál Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneyti, er enn til skoðunar í ráðuneytinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert verði framhald málsins.

Íslenskar stúlkur enn í gæsluvarðhaldi í London

Mál tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru vegna vopnaðs ráns í Bretlandi verður ekki tekið fyrir dóm þar í landi fyrr en eftir áramót, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Stúlkurnar sitja nú í varðhaldi í London.

Samkeppni á smálánamarkaði

„Við bjóðum upp á lægri vexti,“ segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur.

Vilja Íslendingana í gæsluvarðhald vegna mansals

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldúrskurði yfir þremur íslenskum karlmönnum, sem handteknir voru í gær grunaðir um tengsl við skipulagðan glæpahring. Fimm Litháar eru einnig í haldi í tengslum við mansálsmál og verður óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi þeirra. Brotastarfsemi Íslendinganna og Litháanna er talin tengjast.

Í þrjár vikur á gjörgæslu vegna svínaflensu

Sex sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild með svokallaða svínaflensu. Sá sem lengst hefur legið þar er búinn að vera í um þrjár vikur, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Hann segir þetta þó ekki vera óeðlilega langan tíma.

Hraðakstur aldrei meiri og innbrotum fjölgar stórlega

Hegningarlagabrot árið 2009 voru 1204 í september samkvæmt afbrotatölfræðiskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009. Þar kemur fram að hegningarlagabrotum hafa fækkað um tæp 7 prósent frá síðasta ári. Hraðakstursbrot hafa aldrei verið jafn mörg og nú.

„Við erum komin aftur til Íslands“

„Við eigum að horfast í augu við það að í þjóðfélaginu ríkir togstreita,“ sagði Ögmundur Jónasson, fráfarandi formaður BSRB, við setningu 42. þings sambandsins í dag. Það væri hlutverk aðila innan BSRB að toga fyrir þá sem standa höllum fæti gagnvart fjármagni og valdi. „Það breytir því ekki að togstreytunni á jafnan að beina í eins jákvæðan og uppbyggilegan farveg og kostur er. Ég vil að við séum sem ein fjölskylda. En þá verðum við líka að vera það í reynd,“ sagði Ögmundur.

Gordon Brown á útleið

Breski Íhaldsflokkurinn gæti fengið meira en eitthundrað sæta meirihluta á þingi í kosningunum á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

Segir Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV

Fyrrum dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, segir sjónvarpsmanninn Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV, þar sem hann heldur úti sívinsælum þætti sínum, Silfur Egils.

Sprenging í haldlagningu stera

Tollgæslan hefur lagt hald á rúmlega sjö lítra af anabólískum sterum í fljótandi formi það sem af er þessu ári og tæplega 80.000 steratöflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollstjóraembættinu í Reykjavík en þar segir enn fremur að fyrstu tíu mánuði síðasta árs hafi tollurinn lagt hald á 10.000 steratöflur og 1,2 lítra af sterum í vökvaformi.

Sjá næstu 50 fréttir