Innlent

Starfsfólkið er orðið úrvinda

Páll E. Winkel Segir ástandið hrikalegt.
Páll E. Winkel Segir ástandið hrikalegt.

„Starfsfólkið er orðið úrvinda," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, spurður um stöðuna í fangelsismálum nú. Þessa dagana bætast sífellt fleiri í hóp gæsluvarðhaldsfanga. Vegna rannsóknar lögreglu á einu máli sitja í gæsluvarðhaldi níu manns eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þrír þeirra bættust við í gær.

„Þetta er hrikalegt ástand," segir Páll. „Nú er ekki annað í boði en að ganga eftir úrræðum í þeim vanda sem við höfum þegar gert ráðamönnum grein fyrir. Þessi þróun er hröð og ófyrirsjáan­leg, en það má allt eins búast við því að ástandið eigi enn eftir að versna."

Páll segir ljóst að grípa þurfi í auknum mæli til þess að vista gæsluvarðhaldsfanga á lögreglustöðvum, ef önnur úrræði fáist ekki. Starfsfólk Fangelsismálastofnunar standi frammi fyrir miklum vanda á degi hverjum.

„Ef ekkert verður að gert í gæsluvarðhalds- og einangrunar­málum er fullkomlega ljóst að ástandið verður illviðráðanlegt. Það er hvorki starfsfólki né föngum bjóðandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×