Innlent

Katrín enn undir feldi

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Mál Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneyti, er enn til skoðunar í ráðuneytinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert verði framhald málsins.

Baldur var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2, seldi hann hlutabréf sín í Landsbankanum, skömmu eftir að hann átti fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, um alvarlega stöðu Landsbankans. Landsbankinn féll svo skömmu síðar. Þetta mál rannsakar nú sérstakur saksóknari. Það varð Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra tilefni til að endurmeta stöðu Baldurs.

Baldur var sendur í leyfi frá fjármálaráðuneytinu en síðan tók hann við sem ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, þar sem hann situr nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×