Innlent

Hálandavaktin aldrei haft jafn mikið að gera

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem voru á vaktinni á hálendinu í sumar hafa aldrei fengið eins mörg verkefni en fjöldi beiðna um aðstoð þrefaldaðist frá fyrra ári samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um Hálendisvakt björgunarsveitanna sem gefin hefur verið út.

Umferð ferðafólks um hálendi Íslands hefur aukist mikið og í sumar var ekkert lát þar á. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru einu viðbragðsaðilarnir með fasta viðveru á svæðinu og sinna þær ýmsum verkefnum, svo sem fyrstu hjálp í slysum, leiðbeiningum til ferðafólks um færð, veður og akstur yfir ár auk leita og björgunar svo fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×