Innlent

Óvissa um verktakaframlög valdi vanhæfni borgarfulltrúa

Ingimar Karl Helgason skrifar
Ólafur F. Magnússon treysti sér ekki til að undirrita siðareglur borgarfulltrúa í gær. Mynd/ Stefán.
Ólafur F. Magnússon treysti sér ekki til að undirrita siðareglur borgarfulltrúa í gær. Mynd/ Stefán.
„Það verður að teljast bíræfni af hálfu borgarfulltrúa að ætla að setja fögur orð á blað og kalla það siðareglur. Enn er reynt að draga lappirnar við að upplýsa um framlög í prófkjörum til kjörinna fulltrúa," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, í bókun á borgarstjórnarfundi í gær. Þar voru samþykktar siðareglur borgarfulltrúa með 14 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs.

Ólafur segir í bókuninni að undirritun borgarfulltrúa á siðareglunum sé ekki pappírsins virði. Flestir borgarfulltrúar séu vanhæfir til að „gegna þeirri skyldu sinni að hlýta ávallt sannfæringu sinni sem kjörnir fulltrúar. Þetta gildir alveg sérstaklega um borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," segir Ólafur, sem bætir því við, að vegna þessa hafi hann „ekki geð" í sér til að greiða atkvæði með siðareglunum. „Krafan um að borgarstjóri, formaður borgarráðs og aðrir kjörnir fulltrúar meirihlutans leggi spilin á borðið og geri grein fyrir framlögum sem þeir hafa tekið við frá hagsmunaaðilum og verktökum hefur aldrei verið háværari."

Í siðareglum borgarfulltrúa er ekkert fjallað um kosningaframlög. Þar segir raunar í 2. grein: „Í störfum sínum er kjörinn fulltrúi bundinn af lögum, reglum og samþykktum Reykjavíkurborgar, sem og sannfæringu sinni. [...] Kjörnir fulltrúar forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu eða álitshnekkis eða sem varpað getur rýrð á störf þeirra eða Reykjavíkurborg."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×