Innlent

Svínaflensan ekki að verða illvígari

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrátt fyrir að stúlka hafi látist úr svínaflensuveirunni og sex liggi nú á gjörgæsludeild með svínaflensu er ekkert sem bendir til þess að veiran valdi illvígari sýkingum en í upphafi faraldursins.

Á vef Landlæknis kemur fram að frá 23. september 2009 hafa um 80 manns verið lagðir inn á Landspítala með grun um eða með staðfesta inflúensu A(H1N 1). Nú liggja um 31 sjúklingur á spítala og 6 á gjörgæsludeild. Á vef landlæknis segir að þessi fjöldi innlagna endurspegli aukin veikindi í samfélaginu en ekki illvígari sýkingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×