Fleiri fréttir Von á tilkynningu frá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun í dag senda frá sér tilkynningu um endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Ríkisútvarpið hefur þetta eftir sendifulltrúa sjóðsins hér á landi. 21.10.2009 06:51 Brotist inn í apótek, félagsheimili og bíla Tilkynnt var nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í félagsheimilið Breiðfirðingabúð seint í nótt og töluverðu magni af áfengi, sterku og léttu, stolið. EInnig var farið inn í fyrirtæki á Fiskislóð í Reykjavík. Þar hafði hurð verði brotin upp og mikið rótað í húsnæðinu sem er geymsluhúsnæði. Lögregla hefur ákveðinn mann grunaðan en enginn hefur verið handtekinn. 21.10.2009 06:44 Hafa leigt frá sér 2.306 tonn af kvóta Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér 2.306 tonn af þeim 3.241 þorskígildistonni kvóta af bolfiski sem fyrirtækið fékk til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september 2009. 21.10.2009 06:00 Grunaðir mansalsmenn neita allir Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. 21.10.2009 06:00 Neyðarstjórn komið á fót Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær ítarlega viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og stofnaði neyðarstjórn sem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand skapast. Viðbragðsáætlunin hefur þegar tekið gildi. Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri er formaður neyðarstjórnarinnar en auk hans sitja í henni bæjarritari, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sviðsstjóri félagsmálasviðs. 21.10.2009 06:00 U-beygjur í Icesave og AGS Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið hart fram í gagnrýni á nýja Icesave-samninga við Breta og Hollendinga. Um leið hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýst samningunum góðum. Eftir að samningarnir voru kynntir á sunnudaginn sagði Bjarni að vegið hefði verið að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að neita henni um þann sjálfsagða rétt að fá skorið úr um málið fyrir hlutlausum dómstólum. 21.10.2009 05:30 Microsoft segist hafa lært af mistökunum Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. 21.10.2009 05:00 Tækin af Vellinum víst lífshættuleg „Við erum nokkrir starfsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands, allir útlærðir fagmenn í faginu, fullkomlega gáttaðir á ábyrgðarlausu svari Jóhanns Ólafssonar, forstöðumanns rafmagnsöryggissviðs Brunamálastofnunar í Fréttablaðinu í dag“, segir í yfirlýsingu sem barst Fréttablaðinu í gær frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands. 21.10.2009 04:45 Skoðar hugsanleg undanskot Ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates skilar á næstu vikum skýrslu um hugsanleg undanskot eigna og óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins, samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Glitnis. Skilanefnd Glitnis réð Kroll seint í maí og stóð upphaflega til að skila skýrslunni í byrjun hausts. 21.10.2009 04:30 Frávísun hælisleitanda frestað Að beiðni Mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið frestað áður ákveðinni frávísun hælisleitanda til Grikklands. Maðurinn, sem er flóttamaður frá Afganistan, er einn fjögurra sem ráðuneytið ákvað í septemberlok að vísa til Grikklands. 21.10.2009 04:00 Bankar hefðu mátt sýna meiri ábyrgð „Ef Íslendingar hefðu sótt um aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins fyrir tveimur til þremur árum er líklegt að reglur um gegnsæi í stjórnum banka og fyrirtækja hefðu svipt hulunni af innbyrðistengslum þeirra við íslensk fyrirtæki mun fyrr en ella. Hugsanlega hefði það getað dregið úr hættunni á hruni þeirra,“ segir Frakkinn Jean-Dominique Rugiero, stjórnandi sænska ráðgjafarfyrirtækisins Daxam Sustainability Services. 21.10.2009 03:30 Fylgdust með rússnesku olíuskipi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZOYMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla vestur fyrir land vegna lægða sem ganga yfir suður af landinu. Athygli vakti þegar skipið sigldi lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu. 20.10.2009 21:38 Undirrituðu Evrópusáttmála um jafna stöðu kynjanna Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Þau sveitarfélög sem undirrita sáttmálann skuldbinda sig formlega til að virða grundvallarregluna um jafnrétti kvenna og karla. Undirritunin er liður í að styðja við það öfluga jafnréttisstarf sem ríkt hefur innan borgarinnar og fellur vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg hefur verið í á undanförnum áratugum að því er varðar jafnrétti kynjanna. 20.10.2009 20:39 Fordómar gagnvart iðnaðarmönnum í pólitík Líkt og fram kom í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa framsóknarmenn í borginni verið sakaður um spillingu varðandi útboð á uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. 20.10.2009 20:02 Fimm nýjar kennsluvélar til Keilis Fyrstu erlendu flugnemarnir eru væntanlegir í næsta mánuði til náms í Flugakademíu Keilis á Keflavíkurflugvelli, sem kynnti í dag fimm nýjar kennsluvélar. Nærri eitthundrað Íslendingar stunda nú nám þar í hinum ýmsu greinum flugsins. 20.10.2009 19:01 Málið mun umfangsmeira en talið var í upphafi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag fjóra Íslendinga í tengslum við mansalsmál sem upp kom í síðustu viku. Málið tengist nítján ára gamalli Litháískri stúlku sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Fimm litháískir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 20.10.2009 18:55 Aldrei fleiri í hvalaskoðun frá Húsavík Hvalaskoðun frá Húsavík hefur slegið öll fyrri met en um fimmtíu þúsund ferðamenn sigldu út á Skjálfanda í sumar til að sjá stærstu dýr jarðar. Hvalaskoðunartímabilinu lauk formlega í dag. 20.10.2009 18:52 Hvetur mótmælendur til að virða friðhelgi einkalífs Aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks eru fordæmd í ályktun sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Forsætisráðherra segir að mótmæli sem hafi þann eina tilgang að ógna fólki og vekja ótta hjá börnum eigi aldrei rétt á sér. 20.10.2009 18:41 Slitlag komið á milli Egilsstaða og Reykjavíkur Samfellt slitlag er komið á milli Reykjavíkur og Egilsstaða um Norðurland og vantar nú aðeins að ljúka átta kílómetra kafla í Berufirði til að unnt verði að aka hring umhverfis Ísland á malbiki. 20.10.2009 18:41 Fjórir Íslendingar handteknir í mansalsmálinu Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið að umfangsmiklum lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir og húsleitir gerðar á allmörgum stöðum að undangengnum dómsúrskurðum. 20.10.2009 18:00 Sendir flugherinn á veðrið Það snjóar býsnin öll í Moskvu á veturna. Það bæði truflar umferð og kostar höfuðborg Rússlands heilan helling af rúblum á ári hverju í snjóhreinsun. 20.10.2009 16:39 Borgarstjórn samþykkti siðareglur Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg á fundi sínum í dag. Borgarfulltrúar allra flokka að frátöldum Ólafi F. Magnússyni greiddu siðareglunum atkvæði sitt og skrifuðu undir þær á fundinum. 20.10.2009 16:33 Siðanefnd presta skilgreini brot séra Gunnars og beiti viðurlögum Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) hefur sent frá sér ályktun vegna mála séra Gunnars Björnssonar. Þar er siðanefnd Prestafélags hvött til þess að taka tillit til 6. greinar siðareglna félagsins þar sem nefndinni er gert að skilgreina alvarleika brota og beita tilteknum viðurlögum sem annað hvrort eru áminning eða vísun máls til stjórnar Prestafélags Íslands þar sem tekin skuli ákvörðun um hvort viðkomandi verði vísað úr félaginu. 20.10.2009 16:08 Sérsveitin fór í 48 vopnuð verkefni Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 48 vopnuð verkefni í fyrra, samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu embættisins. Samkvæmt skýrslunni sinnti sérsveitin 4.364 verkefnum í fyrra. Þar af voru almenn verkefni 4168 talsins og sérsveitarverkefnin 196 en vopnuð verkefni eru þar innifalin. Heildarfjöldi verkefnanna samsvarar tæpum 12 verkefnum á dag að meðaltali. 20.10.2009 16:02 Banna ekki reykingar í einkabílum Bresk yfirvöld hafa hætt við að setja lög sem banna reykingar í einkabílum ef börn eru farþegar. 20.10.2009 15:54 Amerískir flugmenn vilja svefnfrið undir stýri Bandarísk flugfélög og samtök flugmanna þar í landi hafa sótt um það til flugmálastjórnar að flugmenn fái að sofa á löngum og leiðinlegum flugleiðum. 20.10.2009 15:24 Hefja síldarleit í dag Hafrannsóknastofnunarinnar hefur síldarleit í dag í samstarfi við hagsmunaaðila, en áætlað er að leitin standi fram yfir næstu helgi. Fjögur veiðiskip taka þátt í leitinni, það eru Súlan EA, Sighvatur Bjarnason VE, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Höfn í Hornafirði. 20.10.2009 15:21 Umræðan um yfirvofandi greiðsluþrot á algjörum villigötum Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fjallaði um skuldastöðu ríkisins á ríkisstjórnarfundi í morgun og vísaði þar á bug öllum hugmyndum um yfirvofandi greiðsluþrot. Gunnar Tómasson hagfræðingur er á meðal þeirra sem á síðustu dögum hefur haldið því fram að í það stefni. 20.10.2009 15:10 Segir stöðu Landsvirkjunar betri en flestra annarra fyrirtækja „Ég held að það megi segja að fjárhagsleg staða Landsvirkjunar sé góð í samanburði við vel flest íslensk fyrirtæki - í raun og veru mjög góð,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við utandagskrárumræður um Landsvirkjun á Alþingi í dag. 20.10.2009 14:45 Múslimar verja Noregskonung Haraldur Noregskonungur hefur fengið bágt fyrir orð sem hann lét falla þegar hann heimsótti bænahús múslima í Osló í gær. 20.10.2009 14:30 Ljón á veginum Ferðamenn í Kruger þjóðgarðinum í Suður-Afríku fylgdust með því með öndina í hálsinum þegar ljónynja og buffali börðust upp á líf og dauða á milli bíla þeirra. 20.10.2009 14:06 Fjölda GPS-tækja stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu Fjölda GPS-tækja hefur verið stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið og því vekur lögreglan á þessu sérstaka athygli. Hún biður jafnframt eigendur eða umráðamenn ökutækja að skilja ekki verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. 20.10.2009 13:53 Tillaga um afbrigði í Icesave málinu felld Tillaga ríkisstjórnarinnar um að frumvarp um Icesave samningana yrði lagt fram á Alþingi með afbrigðum var felld við upphaf þingfundar í dag. Alls greiddu 29 atkvæði gegn tillögunni en 23 greiddu tillögunni atkvæði sitt. 20.10.2009 13:37 Icesave: 1600 Bretar eiga eftir að gera kröfu Nú er að renna upp síðasta tækifæri fyrir þá Breta sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans að gera kröfur sínar ljósar. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu í dag en í ljósi þess að samningar hafa náðst í Icesave deilunni fer hver að verða síðastur til þess að krefjast þess að fá innistæður sínar til baka. 20.10.2009 13:17 Stórtækir þjófar handteknir í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi handtók þrjá Litháa í Grímsnesi um hádegi í gær. Ástæða handtökunnar var grunur um aðild að þjófnaði úr ferðamannaversluninni á Geysi fyrir rúmri viku þegar stolið var vörum fyrir um 400 þúsund krónur. Lögregla fékk ábendingu um að mennirnir hefðu verið staddir á Geysissvæðinu í hádeginu í gær, líklega til að endurtaka leikinn frá því vikunni áður. 20.10.2009 12:42 Hvetur ríkið til að breyta um fjárfestingarstefnu í atvinnulífinu Breyti ríkisstjórnin ekki um stefnu varðandi fjárfestingar í atvinnulífinu er áþreifanlegur möguleiki á því að ekki verði hægt að framlengja kjarasamninga og ófriður verði á vinnumarkaði, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Menn eru í kapphlaupi við tímann. 20.10.2009 12:21 Almenningur ber traust til Evu Joly Um 67% svarenda í skoðanakönnun MMR segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Um 8,7% segjast bera lítið traust til hennar. Um 52,8% kveðst en um 15,2% segist bera lítið traust til hans. 20.10.2009 12:14 Fordæmir skemmdarverk í nafni mótmæla Ríkisstjórn Íslands fordæmir aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks. Þetta kemur fram í minnisblaði sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar segir að ríkisstjórnin fordæmi skilyrðislaust og með skýrum hætti það ofbeldi sem fellst í því að ráðist sé gegn friðhelgi og einkalífi fólks. 20.10.2009 12:14 Hver á Landsvirkjun? Landsvirkjun virðist hafa orðið sömu loftbólu að bráð og önnur fyrirtæki og íslensku bankarnir, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 20.10.2009 12:10 Polanski áfram í fangelsi Svissneskur dómstóll synjaði í dag beiðni leikstjórans Romans Polanski um að fá að ganga laus meðan beðið er endanlegs úrskurðar um hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna. 20.10.2009 11:53 Islendingur stjórnar björgunaraðgerðum á Filippseyjum Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og meðlimur í Hjálparsveit skáta Reykjavík, er á leið til Filipseyja þar sem hann mun næstu tvær vikurnar stýra aðgerðum í björgunarstarfi eftir að mikil aurflóð urðu þar. 20.10.2009 11:13 Mikilvægt að verja löggæsluna „Nauðsynlegt er að fara varlega við fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála sem nú eru í undirbúningi,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Í grein sem Haraldur ritar í inngang að ársskýrslu embættisins segir hann að mikilvægt sé að stjórnvöld íhugi vel sérhvert skref sem stigið verður í þeim efnum svo að koma megi í veg fyrir að sú mikla uppbyggingarvinna sem átt hafi sér stað á undanförnum árum fari forgörðum. 20.10.2009 10:30 Fleiri konur en karlar á stofnunum fyrir aldraða Alls bjuggu 3.284 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember í fyrra, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Þar af voru konur rúm 64%. Tæp 10% þeirra sem eru 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember í fyrra. Þetta hlutfall var rúm 11% á landsbyggðinni en rúm 9% á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra bjuggu rúm 24% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra. Það á við um rúm 20% karla á þessum aldri og tæp 27% kvenna. 20.10.2009 09:26 Segja lærin hvergi flottari en í Norður-Þingeyjarsýslu Konur í Norður-Þingeyjarsýslu segja að hvergi finnist flottari læri en þar. Svo stoltir eru Norður-Þingeyingar af lambakjötinu sínu að þeir neita að selja það ódýrt. 20.10.2009 09:22 Snorri býður sig fram til formennsku í BSRB Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, eða BSRB, á 42. þingi bandalagsins, sem haldið verður á Grand Hótel í Reykjavík, dagana 21. - 23. október næstkomandi. 20.10.2009 08:32 Sjá næstu 50 fréttir
Von á tilkynningu frá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun í dag senda frá sér tilkynningu um endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Ríkisútvarpið hefur þetta eftir sendifulltrúa sjóðsins hér á landi. 21.10.2009 06:51
Brotist inn í apótek, félagsheimili og bíla Tilkynnt var nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í félagsheimilið Breiðfirðingabúð seint í nótt og töluverðu magni af áfengi, sterku og léttu, stolið. EInnig var farið inn í fyrirtæki á Fiskislóð í Reykjavík. Þar hafði hurð verði brotin upp og mikið rótað í húsnæðinu sem er geymsluhúsnæði. Lögregla hefur ákveðinn mann grunaðan en enginn hefur verið handtekinn. 21.10.2009 06:44
Hafa leigt frá sér 2.306 tonn af kvóta Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér 2.306 tonn af þeim 3.241 þorskígildistonni kvóta af bolfiski sem fyrirtækið fékk til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september 2009. 21.10.2009 06:00
Grunaðir mansalsmenn neita allir Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. 21.10.2009 06:00
Neyðarstjórn komið á fót Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær ítarlega viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og stofnaði neyðarstjórn sem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand skapast. Viðbragðsáætlunin hefur þegar tekið gildi. Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri er formaður neyðarstjórnarinnar en auk hans sitja í henni bæjarritari, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sviðsstjóri félagsmálasviðs. 21.10.2009 06:00
U-beygjur í Icesave og AGS Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið hart fram í gagnrýni á nýja Icesave-samninga við Breta og Hollendinga. Um leið hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýst samningunum góðum. Eftir að samningarnir voru kynntir á sunnudaginn sagði Bjarni að vegið hefði verið að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að neita henni um þann sjálfsagða rétt að fá skorið úr um málið fyrir hlutlausum dómstólum. 21.10.2009 05:30
Microsoft segist hafa lært af mistökunum Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. 21.10.2009 05:00
Tækin af Vellinum víst lífshættuleg „Við erum nokkrir starfsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands, allir útlærðir fagmenn í faginu, fullkomlega gáttaðir á ábyrgðarlausu svari Jóhanns Ólafssonar, forstöðumanns rafmagnsöryggissviðs Brunamálastofnunar í Fréttablaðinu í dag“, segir í yfirlýsingu sem barst Fréttablaðinu í gær frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands. 21.10.2009 04:45
Skoðar hugsanleg undanskot Ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates skilar á næstu vikum skýrslu um hugsanleg undanskot eigna og óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins, samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Glitnis. Skilanefnd Glitnis réð Kroll seint í maí og stóð upphaflega til að skila skýrslunni í byrjun hausts. 21.10.2009 04:30
Frávísun hælisleitanda frestað Að beiðni Mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið frestað áður ákveðinni frávísun hælisleitanda til Grikklands. Maðurinn, sem er flóttamaður frá Afganistan, er einn fjögurra sem ráðuneytið ákvað í septemberlok að vísa til Grikklands. 21.10.2009 04:00
Bankar hefðu mátt sýna meiri ábyrgð „Ef Íslendingar hefðu sótt um aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins fyrir tveimur til þremur árum er líklegt að reglur um gegnsæi í stjórnum banka og fyrirtækja hefðu svipt hulunni af innbyrðistengslum þeirra við íslensk fyrirtæki mun fyrr en ella. Hugsanlega hefði það getað dregið úr hættunni á hruni þeirra,“ segir Frakkinn Jean-Dominique Rugiero, stjórnandi sænska ráðgjafarfyrirtækisins Daxam Sustainability Services. 21.10.2009 03:30
Fylgdust með rússnesku olíuskipi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZOYMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla vestur fyrir land vegna lægða sem ganga yfir suður af landinu. Athygli vakti þegar skipið sigldi lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu. 20.10.2009 21:38
Undirrituðu Evrópusáttmála um jafna stöðu kynjanna Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Þau sveitarfélög sem undirrita sáttmálann skuldbinda sig formlega til að virða grundvallarregluna um jafnrétti kvenna og karla. Undirritunin er liður í að styðja við það öfluga jafnréttisstarf sem ríkt hefur innan borgarinnar og fellur vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg hefur verið í á undanförnum áratugum að því er varðar jafnrétti kynjanna. 20.10.2009 20:39
Fordómar gagnvart iðnaðarmönnum í pólitík Líkt og fram kom í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa framsóknarmenn í borginni verið sakaður um spillingu varðandi útboð á uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. 20.10.2009 20:02
Fimm nýjar kennsluvélar til Keilis Fyrstu erlendu flugnemarnir eru væntanlegir í næsta mánuði til náms í Flugakademíu Keilis á Keflavíkurflugvelli, sem kynnti í dag fimm nýjar kennsluvélar. Nærri eitthundrað Íslendingar stunda nú nám þar í hinum ýmsu greinum flugsins. 20.10.2009 19:01
Málið mun umfangsmeira en talið var í upphafi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag fjóra Íslendinga í tengslum við mansalsmál sem upp kom í síðustu viku. Málið tengist nítján ára gamalli Litháískri stúlku sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Fimm litháískir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 20.10.2009 18:55
Aldrei fleiri í hvalaskoðun frá Húsavík Hvalaskoðun frá Húsavík hefur slegið öll fyrri met en um fimmtíu þúsund ferðamenn sigldu út á Skjálfanda í sumar til að sjá stærstu dýr jarðar. Hvalaskoðunartímabilinu lauk formlega í dag. 20.10.2009 18:52
Hvetur mótmælendur til að virða friðhelgi einkalífs Aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks eru fordæmd í ályktun sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Forsætisráðherra segir að mótmæli sem hafi þann eina tilgang að ógna fólki og vekja ótta hjá börnum eigi aldrei rétt á sér. 20.10.2009 18:41
Slitlag komið á milli Egilsstaða og Reykjavíkur Samfellt slitlag er komið á milli Reykjavíkur og Egilsstaða um Norðurland og vantar nú aðeins að ljúka átta kílómetra kafla í Berufirði til að unnt verði að aka hring umhverfis Ísland á malbiki. 20.10.2009 18:41
Fjórir Íslendingar handteknir í mansalsmálinu Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið að umfangsmiklum lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir og húsleitir gerðar á allmörgum stöðum að undangengnum dómsúrskurðum. 20.10.2009 18:00
Sendir flugherinn á veðrið Það snjóar býsnin öll í Moskvu á veturna. Það bæði truflar umferð og kostar höfuðborg Rússlands heilan helling af rúblum á ári hverju í snjóhreinsun. 20.10.2009 16:39
Borgarstjórn samþykkti siðareglur Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg á fundi sínum í dag. Borgarfulltrúar allra flokka að frátöldum Ólafi F. Magnússyni greiddu siðareglunum atkvæði sitt og skrifuðu undir þær á fundinum. 20.10.2009 16:33
Siðanefnd presta skilgreini brot séra Gunnars og beiti viðurlögum Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) hefur sent frá sér ályktun vegna mála séra Gunnars Björnssonar. Þar er siðanefnd Prestafélags hvött til þess að taka tillit til 6. greinar siðareglna félagsins þar sem nefndinni er gert að skilgreina alvarleika brota og beita tilteknum viðurlögum sem annað hvrort eru áminning eða vísun máls til stjórnar Prestafélags Íslands þar sem tekin skuli ákvörðun um hvort viðkomandi verði vísað úr félaginu. 20.10.2009 16:08
Sérsveitin fór í 48 vopnuð verkefni Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 48 vopnuð verkefni í fyrra, samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu embættisins. Samkvæmt skýrslunni sinnti sérsveitin 4.364 verkefnum í fyrra. Þar af voru almenn verkefni 4168 talsins og sérsveitarverkefnin 196 en vopnuð verkefni eru þar innifalin. Heildarfjöldi verkefnanna samsvarar tæpum 12 verkefnum á dag að meðaltali. 20.10.2009 16:02
Banna ekki reykingar í einkabílum Bresk yfirvöld hafa hætt við að setja lög sem banna reykingar í einkabílum ef börn eru farþegar. 20.10.2009 15:54
Amerískir flugmenn vilja svefnfrið undir stýri Bandarísk flugfélög og samtök flugmanna þar í landi hafa sótt um það til flugmálastjórnar að flugmenn fái að sofa á löngum og leiðinlegum flugleiðum. 20.10.2009 15:24
Hefja síldarleit í dag Hafrannsóknastofnunarinnar hefur síldarleit í dag í samstarfi við hagsmunaaðila, en áætlað er að leitin standi fram yfir næstu helgi. Fjögur veiðiskip taka þátt í leitinni, það eru Súlan EA, Sighvatur Bjarnason VE, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Höfn í Hornafirði. 20.10.2009 15:21
Umræðan um yfirvofandi greiðsluþrot á algjörum villigötum Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fjallaði um skuldastöðu ríkisins á ríkisstjórnarfundi í morgun og vísaði þar á bug öllum hugmyndum um yfirvofandi greiðsluþrot. Gunnar Tómasson hagfræðingur er á meðal þeirra sem á síðustu dögum hefur haldið því fram að í það stefni. 20.10.2009 15:10
Segir stöðu Landsvirkjunar betri en flestra annarra fyrirtækja „Ég held að það megi segja að fjárhagsleg staða Landsvirkjunar sé góð í samanburði við vel flest íslensk fyrirtæki - í raun og veru mjög góð,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við utandagskrárumræður um Landsvirkjun á Alþingi í dag. 20.10.2009 14:45
Múslimar verja Noregskonung Haraldur Noregskonungur hefur fengið bágt fyrir orð sem hann lét falla þegar hann heimsótti bænahús múslima í Osló í gær. 20.10.2009 14:30
Ljón á veginum Ferðamenn í Kruger þjóðgarðinum í Suður-Afríku fylgdust með því með öndina í hálsinum þegar ljónynja og buffali börðust upp á líf og dauða á milli bíla þeirra. 20.10.2009 14:06
Fjölda GPS-tækja stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu Fjölda GPS-tækja hefur verið stolið úr bílum á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið og því vekur lögreglan á þessu sérstaka athygli. Hún biður jafnframt eigendur eða umráðamenn ökutækja að skilja ekki verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. 20.10.2009 13:53
Tillaga um afbrigði í Icesave málinu felld Tillaga ríkisstjórnarinnar um að frumvarp um Icesave samningana yrði lagt fram á Alþingi með afbrigðum var felld við upphaf þingfundar í dag. Alls greiddu 29 atkvæði gegn tillögunni en 23 greiddu tillögunni atkvæði sitt. 20.10.2009 13:37
Icesave: 1600 Bretar eiga eftir að gera kröfu Nú er að renna upp síðasta tækifæri fyrir þá Breta sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans að gera kröfur sínar ljósar. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu í dag en í ljósi þess að samningar hafa náðst í Icesave deilunni fer hver að verða síðastur til þess að krefjast þess að fá innistæður sínar til baka. 20.10.2009 13:17
Stórtækir þjófar handteknir í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi handtók þrjá Litháa í Grímsnesi um hádegi í gær. Ástæða handtökunnar var grunur um aðild að þjófnaði úr ferðamannaversluninni á Geysi fyrir rúmri viku þegar stolið var vörum fyrir um 400 þúsund krónur. Lögregla fékk ábendingu um að mennirnir hefðu verið staddir á Geysissvæðinu í hádeginu í gær, líklega til að endurtaka leikinn frá því vikunni áður. 20.10.2009 12:42
Hvetur ríkið til að breyta um fjárfestingarstefnu í atvinnulífinu Breyti ríkisstjórnin ekki um stefnu varðandi fjárfestingar í atvinnulífinu er áþreifanlegur möguleiki á því að ekki verði hægt að framlengja kjarasamninga og ófriður verði á vinnumarkaði, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Menn eru í kapphlaupi við tímann. 20.10.2009 12:21
Almenningur ber traust til Evu Joly Um 67% svarenda í skoðanakönnun MMR segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Um 8,7% segjast bera lítið traust til hennar. Um 52,8% kveðst en um 15,2% segist bera lítið traust til hans. 20.10.2009 12:14
Fordæmir skemmdarverk í nafni mótmæla Ríkisstjórn Íslands fordæmir aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks. Þetta kemur fram í minnisblaði sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar segir að ríkisstjórnin fordæmi skilyrðislaust og með skýrum hætti það ofbeldi sem fellst í því að ráðist sé gegn friðhelgi og einkalífi fólks. 20.10.2009 12:14
Hver á Landsvirkjun? Landsvirkjun virðist hafa orðið sömu loftbólu að bráð og önnur fyrirtæki og íslensku bankarnir, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 20.10.2009 12:10
Polanski áfram í fangelsi Svissneskur dómstóll synjaði í dag beiðni leikstjórans Romans Polanski um að fá að ganga laus meðan beðið er endanlegs úrskurðar um hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna. 20.10.2009 11:53
Islendingur stjórnar björgunaraðgerðum á Filippseyjum Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og meðlimur í Hjálparsveit skáta Reykjavík, er á leið til Filipseyja þar sem hann mun næstu tvær vikurnar stýra aðgerðum í björgunarstarfi eftir að mikil aurflóð urðu þar. 20.10.2009 11:13
Mikilvægt að verja löggæsluna „Nauðsynlegt er að fara varlega við fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála sem nú eru í undirbúningi,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Í grein sem Haraldur ritar í inngang að ársskýrslu embættisins segir hann að mikilvægt sé að stjórnvöld íhugi vel sérhvert skref sem stigið verður í þeim efnum svo að koma megi í veg fyrir að sú mikla uppbyggingarvinna sem átt hafi sér stað á undanförnum árum fari forgörðum. 20.10.2009 10:30
Fleiri konur en karlar á stofnunum fyrir aldraða Alls bjuggu 3.284 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember í fyrra, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Þar af voru konur rúm 64%. Tæp 10% þeirra sem eru 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember í fyrra. Þetta hlutfall var rúm 11% á landsbyggðinni en rúm 9% á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra bjuggu rúm 24% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra. Það á við um rúm 20% karla á þessum aldri og tæp 27% kvenna. 20.10.2009 09:26
Segja lærin hvergi flottari en í Norður-Þingeyjarsýslu Konur í Norður-Þingeyjarsýslu segja að hvergi finnist flottari læri en þar. Svo stoltir eru Norður-Þingeyingar af lambakjötinu sínu að þeir neita að selja það ódýrt. 20.10.2009 09:22
Snorri býður sig fram til formennsku í BSRB Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, eða BSRB, á 42. þingi bandalagsins, sem haldið verður á Grand Hótel í Reykjavík, dagana 21. - 23. október næstkomandi. 20.10.2009 08:32