Andvirði Kárahnjúka í ónýttri fjárfestingu 22. október 2009 03:30 Byggðin í Urriðaholti í Garðabæ er eitt dæmi um hverfi sem dagaði uppi þegar góðærið hvarf og kreppan lagði Ísland undir sig.Fréttablaðið/vilhelm „Það er grátlegast að það var varað við þessu þegar meirihlutinn í Reykjavík fór í gang með plön um þreföldun á lóðaúthlutunum," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, um offjárfestingu á fasteignamarkaði. Dagur segir að nú séu um þrjú þúsund óseldar eða langt komnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti þessa sé um 73,5 milljarðar króna. Þess utan standi yfir 4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin hafi lagt í miklar fjárfestingar sem nú séu ónýttar. Þennan kostnað megi meta á um 35 milljarða. Samtals liggi þannig vel yfir 100 milljarðar í ónýttum eignum. Að sögn Dags vöruðu skipulagssvið borgarinnar, greiningardeildir bankanna, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins við þenslu á fasteignamarkaðinum þegar í upphafi kjörtímabilsins. „Ég og margir fleiri sögðum að hættan væri sú að stórir hópar, sem hefðu keypt dýrt, myndu sitja eftir sem nokkurs konar fangar í íbúðum sínum og að sveitarfélögin sætu eftir með hálfbyggð hverfi og ónóga þjónustu árum saman," segir Dagur og kveður mikilvægt að gera þetta mál upp - ekki síður en bankahrunið. „Það voru stjórnmálamenn í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, sjálfstæðismenn í öllum sveitarfélögum, sem löðuðu til sín atkvæði með loforðum um ódýrar lóðir fyrir alla. Því var haldið fram að hækkun fasteignaverðs væri vegna þess að Reykjavíkurlistinn hefði ekki tekið þátt í þessu ofsakapphlaupi sumra nágrannasveitarfélaganna í lóðaúthlutunum. Þessi málflutningur hefur ekki aðeins reynst rangar heldur er reikningurinn á við heila Kárahnjúkavirkjun," segir Dagur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ódýrt að vera spekingur eftir á. Málið sé mjög alvarlegt og varði í mörgum tilfellum fjárhag einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Þetta er miklu viðkvæmara og að sumu leyti sorglegra en svo að menn geti rokið fram með í umræðuna með einhverjum ódýrum pólitískum frösum," segir Júlíus. Að sögn Júlíusar er orsaka meðal annars að leita hjá lánastofnunum. „Ég hef líka bent á það að upphaf þessarar verðlagsþróunar má að nokkru leyti rekja til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-listans á sínum tíma. En við eigum ekki að festa okkur í slíku heldur hugsa fram á veginn og leita lausna," segir Júlíus, sem kveður lausnina meðal annars felast í samræmingu á skipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum bara ekki þau tól sem til þarf til þess að halda í taumana og því þarf að breyta," segir Júlíus. Hann bendir jafnframt á að áðurnefndar fjárfestingar sveitarfélaganna vegna samþykktra deiliskipulagsáætlana verði nýttar þegar betur árar. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
„Það er grátlegast að það var varað við þessu þegar meirihlutinn í Reykjavík fór í gang með plön um þreföldun á lóðaúthlutunum," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, um offjárfestingu á fasteignamarkaði. Dagur segir að nú séu um þrjú þúsund óseldar eða langt komnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti þessa sé um 73,5 milljarðar króna. Þess utan standi yfir 4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin hafi lagt í miklar fjárfestingar sem nú séu ónýttar. Þennan kostnað megi meta á um 35 milljarða. Samtals liggi þannig vel yfir 100 milljarðar í ónýttum eignum. Að sögn Dags vöruðu skipulagssvið borgarinnar, greiningardeildir bankanna, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins við þenslu á fasteignamarkaðinum þegar í upphafi kjörtímabilsins. „Ég og margir fleiri sögðum að hættan væri sú að stórir hópar, sem hefðu keypt dýrt, myndu sitja eftir sem nokkurs konar fangar í íbúðum sínum og að sveitarfélögin sætu eftir með hálfbyggð hverfi og ónóga þjónustu árum saman," segir Dagur og kveður mikilvægt að gera þetta mál upp - ekki síður en bankahrunið. „Það voru stjórnmálamenn í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, sjálfstæðismenn í öllum sveitarfélögum, sem löðuðu til sín atkvæði með loforðum um ódýrar lóðir fyrir alla. Því var haldið fram að hækkun fasteignaverðs væri vegna þess að Reykjavíkurlistinn hefði ekki tekið þátt í þessu ofsakapphlaupi sumra nágrannasveitarfélaganna í lóðaúthlutunum. Þessi málflutningur hefur ekki aðeins reynst rangar heldur er reikningurinn á við heila Kárahnjúkavirkjun," segir Dagur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ódýrt að vera spekingur eftir á. Málið sé mjög alvarlegt og varði í mörgum tilfellum fjárhag einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Þetta er miklu viðkvæmara og að sumu leyti sorglegra en svo að menn geti rokið fram með í umræðuna með einhverjum ódýrum pólitískum frösum," segir Júlíus. Að sögn Júlíusar er orsaka meðal annars að leita hjá lánastofnunum. „Ég hef líka bent á það að upphaf þessarar verðlagsþróunar má að nokkru leyti rekja til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-listans á sínum tíma. En við eigum ekki að festa okkur í slíku heldur hugsa fram á veginn og leita lausna," segir Júlíus, sem kveður lausnina meðal annars felast í samræmingu á skipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum bara ekki þau tól sem til þarf til þess að halda í taumana og því þarf að breyta," segir Júlíus. Hann bendir jafnframt á að áðurnefndar fjárfestingar sveitarfélaganna vegna samþykktra deiliskipulagsáætlana verði nýttar þegar betur árar.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira