Innlent

Vikulangt gæsluvarðhald vegna mansalsmáls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír íslenskir karlmenn sem grunaðir eru um að tengjast mansalsmáli á Suðurnesjum voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald.

Mennirnir voru handteknir í lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í gær, en þá var meðal annars gerð húsleit á heimilum, í fyrirtækjum og bókhaldsgögn haldlögð í tengslum við málið.

Gæsluvarðhald yfir fimm Litháum sem áður höfðu verið handteknir vegna málsins hefur verið framlengt fram til næsta miðvikudags.

Nítján ára gömul litháísk stúlka var stöðvuð við komuna til landsins fyrr í mánuðinum. Stúlkan var með fölsuð skilríki og grunur leikur á að til hafi staðið að selja hana í vændi hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og telur nú að málið sé mun umfangsmeira en talið var í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×