Innlent

Drukkinn skipstjóri sýknaður af ölvunarsiglingu

Landhelgisgæslan reyndi tvisvar að láta mann síga niður í Ásbjörn án árangurs.
Landhelgisgæslan reyndi tvisvar að láta mann síga niður í Ásbjörn án árangurs.
Skipstjóri Ásbjarnar RE-50 var sýknaður af því að stýra skipinu drukkinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skipstjórinn kom til lands í janúar síðastliðnum og var þá verulega drukkinn. Hann viðurkenndi að hann hefði drukkið rauðvínsglas og nokkra bjóra. Það hefði hann hinsvegar gert eftir að 1. stýrimaður tók við stjórn skipsins.

Landhelgisgæslan hafði fyrr um kvöldið fengið ábendingu um að maðurinn væri drukkinn að sigla skipinu. Var þá gerð tilraun til þess að fljúga að skipinu og láta mann síga niður í það. Vegna veðurs reyndist það ógjörningur. Í staðinn var lögreglan látin vita og tók hún á móti áhöfninni. Þá var skipstjórinn láta blása í áfengismæli.

Í ljós kom að skipstjórinn var verulega ölvaður. Í það minnsta talsvert ölvaðri en hann hélt fram sjálfur.

Það þótti hinsvegar ekki sannað að hann hefði drukkið og siglt skipinu. Því var hann sýknaður af kröfu saksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×