Innlent

Í þrjár vikur á gjörgæslu vegna svínaflensu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki óeðlilegt þó að innlagnir á gjörgæslunni séu þetta langar. Mynd/ Anton.
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki óeðlilegt þó að innlagnir á gjörgæslunni séu þetta langar. Mynd/ Anton.
Sex sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild með svokallaða svínaflensu. Sá sem lengst hefur legið þar er búinn að vera í um þrjár vikur, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Hann segir þetta þó ekki vera óeðlilega langan tíma.

„Við höfum dregið lærdóm af því sem gerðist á suðurhveli jarðar, Nýja Sjáland og Ástralía eru svolítið lík okkur. Þótt fólk almennt upplifi faraldurinn ekki svo svakalegan að þá er lítill hluti fólks sem lendir inni á gjörgæslu, sem er mjög íþyngjandi," segir Haraldur. Hann segir ástandið þá vera alvarlegt og hafa áhrif á lungun. „Fólk þarf að vera í öndunarvélum oft á tíðum og þetta er ekkert óeðlilegt að þetta taki svona langan tíma," segir Haraldur.

Haraldur segir að þeir sem liggi á gjörgæslu séu á aldrinum 32 - 64 ára.

Í gærkvöldi lágu 25 manns á spítala vegna flensunnar auk þeirra sex sem eru á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×