Innlent

Sprenging í haldlagningu stera

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi leikfangabifreið er meðal þeirra felustaða sem notaðir hafa verið til þess að reyna að koma sterum fram hjá tolleftirliti.
Þessi leikfangabifreið er meðal þeirra felustaða sem notaðir hafa verið til þess að reyna að koma sterum fram hjá tolleftirliti. MYND/Tollgæslan

Tollgæslan hefur lagt hald á rúmlega sjö lítra af anabólískum sterum í fljótandi formi það sem af er þessu ári og tæplega 80.000 steratöflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollstjóraembættinu í Reykjavík en þar segir enn fremur að fyrstu tíu mánuði síðasta árs hafi tollurinn lagt hald á 10.000 steratöflur og 1,2 lítra af sterum í vökvaformi. Aukningin er því veruleg milli ára. Innflytjendur steranna leggja mikið á sig við að hylja sendingar sínar og eru umbúðir af ólíklegasta tagi gjarnan notaðar til að villa um fyrir tollgæslunni. Innflutningur á sterum, án þess að leyfi yfirvalda liggi fyrir, er ólöglegur og varðar við lyfjalög.

 

Hér má sjá nokkur dæmi um felustaði við sterasmygl. Myndirnar eru á heimasíðu tollgæslunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×