Fleiri fréttir Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan í Borgarnesi, með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lagði hald á nokkuð af svonefndum hörðum fíkniefnum við húsleit í tveimur íbúðum í Reykjavík í fyrrakvöld og handtók í leiðinni þrjú ungmenni. 11.9.2009 07:35 Þrír þiggja boð frá Kyrrahafseyju Þrír kínverskir múslimar, sem árum saman hafa setið í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu, hafa þegið boð stjórnvalda á Kyrrahafseyjunni Palá um að setjast þar að. Lögmaður þeirra segir þá hlakka til að komast burt og geta hafið nýtt líf, líklega strax í næsta mánuði. 11.9.2009 06:00 Velferðarsamfélagið byggir á samkeppni „Virk samkeppni er ein grunnforsenda þess að hægt sé að viðhalda norrænu velferðarkerfi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SE). „Stefnumörkun okkar gengur út á að menn megi ekki leiðast út í að horfa á skammtímahagsmuni einstakra fyrirtækja heldur verði að horfa á langtímahagsmuni samfélagsins.“ 11.9.2009 06:00 Auðlindamál í endurskoðun virkjanir Framtíðarfyrirkomulag varðandi auðlindir í eigu hins opinbera eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag. Fjölmargir ráðherrar hafa lýst vilja sínum til breytinga á reglum þar um eftir að kanadíska fyrirtækið Magma gerði tilboð í hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. 11.9.2009 06:00 FME vildi fjölmiðlafólk fyrir dómstóla Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). 11.9.2009 06:00 Sæsteinsuga föst á hausnum Lax sem veiddist við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá á dögunum reyndist hafa fullorðna sæsteinsugu fasta á hausnum. Er þetta fyrsta þekkta tilfellið um að þetta sníkjudýr komi úr ferskvatni hér við land. 11.9.2009 05:45 Vissu ekki að samræði væri óeðlilegt Börn sem námu við Heyrnleysingjaskólann og sættu þar kynferðislegu ofbeldi höfðu á þeim tíma ekki skilning á því sem var að gerast og áttuðu sig ekki á hvort eðlilegt væri eða ekki að börn hefðu samræði eða önnur kynferðismök. 11.9.2009 05:00 Nokkrir búnir að játa innbrot Yfirheyrslur yfir þeim meintu þjófum sem sitja í gæsluvarðhaldi eru í fullum gangi. Í einhverjum tilvikum liggja játningar í innbrotsmálum fyrir. Meðal þess þýfis sem lögregla hefur fundið á síðastliðnum dögum var mikið magn af vönduðum íþróttafatnaði. Andvirði þess fatnaðar sem stolið var úr fyrirtæki í borginni er 1,8 milljón króna. 11.9.2009 05:00 Stórhættulegt athæfi í Ölfusi „Það var opnað fyrir tuttugu og þremur tryppum hjá mér og þeim hleypt út á þjóðveginn, sem er náttúrulega stórhættulegt athæfi." 11.9.2009 04:45 Þorskurinn í góðri uppsveiflu Jón Kristjánsson fiskifræðingur furðar sig á málflutningi Hjalta í Jakobsstovu, forstjóra færeysku hafrannsóknastofnunarinnar, á ráðstefnu um fiskveiðistjórnun sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gekkst fyrir í liðinni viku. Á ráðstefnunni, sem Jón kallar sjálfstyrkingarráðstefnu kvótasinna, hélt Hjalti því fram að sóknarmarkskerfi þeirra Færeyinga hafi reynst illa og sérstaklega sæist það á bágu ástandi mikilvægra nytjastofna, ekki síst þorsks. 11.9.2009 04:30 46 milljónir búa við ekkert öryggisnet „Ég er ekki fyrsti forsetinn til að taka upp þennan málstað, en ég er staðráðinn í að verða sá síðasti,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, þar sem hann hvatti til þess að viðamiklar breytingar yrðu gerðar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 11.9.2009 04:30 Framkvæmdir þegar í stað Miðstjórn Alþýðusambandsins ræddi greiðsluvanda heimilanna á fundi sínum á miðvikudag. Komu fram þungar áhyggjur og er auglýst eftir aðgerðum stjórnvalda. 11.9.2009 04:00 Stálu sautján leðursófasettum Andvirði sautján sófasetta sem stolið var úr gámum við fyrirtæki í Dugguvogi 2 í fyrrinótt og nóttina þar áður nemur rúmlega fjórum milljónum króna. Óvíst var síðdegis í gær hvort þau voru tryggð. 11.9.2009 03:45 Þurfa ár til að gera breytingar Forsvarsmenn samskiptavefsíðunnar Facebook ætla að taka sér ár í að gera breytingar á síðunni eftir að kanadíska persónuverndarstofnunin gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á þeim persónuupplýsingum sem geymdar eru á Facebook. 11.9.2009 03:45 Esjan orðin eða verður snjólaus Veður Enn voru tveir örsmáir snjóskaflar í Gunnlaugsskarði í Esjunni fyrri part viku, en sökum skýjafars hefur ekki tekist að greina hvort þeir eru horfnir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 11.9.2009 03:00 Spaugað með ráðamenn Palestínumenn hafa ekki átt því að venjast að spaugað sé með pólitík og ráðamenn í sjónvarpi. Á þessu hefur nú orðið breyting. 11.9.2009 02:30 DV braut gegn siðareglum fjölmiðlar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð um að blaðamaður og ritstjórar DV hafi brotið alvarlega gegn þriðju grein siðareglna félagsins. Blaðið fjallaði um ávirðingar konu, en viðmælandi blaðsins ásakaði hana um svik, lygar, lögbrot og framhjáhald. 11.9.2009 02:00 Saka ríkisstjórnina um árás Ríkisstjórnin virðist aðeins geta komið sér saman um eitt atriði varðandi sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku, og það er að ráðast á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Þetta er fullyrt í opnu bréfi bæjarstjóra og formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar til iðnaðarráðherra. 11.9.2009 01:45 Verðmætið nam 1,5 milljörðum Grásleppuvertíð, sem nýlokið er, var víðast hvar góð og skilaði grásleppukörlum miklum verðmætum, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. 11.9.2009 01:30 Auglýsa hefði átt starfið laust Forstjóri Landspítalans fór á svig við lög þegar ráðið var í tímabundið laust starf á sviði almannatengsla spítalans án undangenginnar auglýsingar. 11.9.2009 01:00 Ákærðir fyrir golfkylfuárás Fjórum ungum mönnum hefur verið birt ákæra fyrir líkamsárás, en þeir réðust með offorsi að fimmta manninum á Laugavegi eina sumarnóttina í fyrra. Golfkylfu var meðal annars beitt í barsmíðunum. 11.9.2009 01:00 Ræða börnin brottfluttu Grænland Ljúka skal máli 22 grænlenskra barna, sem voru flutt nauðungarflutningum til Danmerkur á sjötta áratugnum, á virðulegan hátt. Þetta segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Kuupik Kleist. Hann ætlar að ræða um flutningana við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, í næstu viku. 11.9.2009 00:45 Lögga á daginn, vændiskona á kvöldin - dæmd í 15 mánaða fangelsi Lögreglukonan Victoria Thorne, eða Kelly eins og hún kallaði sig þegar hún starfaði sem vændiskona, var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Bretlandi í gær fyrir alvarleg afglöp í starfi. 10.9.2009 23:20 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10.9.2009 21:58 Obama skammar Brown vegna Lockerbie-mannsins Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lét óánægju sína í ljós varðandi lausnar hryðjuverkamannsins sem sprengdi farþegaþotu yfir Lockerbie á níunda áratugnum, í samtali við forsætisráðherra Breta, Gordon Brown. 10.9.2009 21:07 Landsamband Kúabænda harma ásakanir um falsað nautahakk Landsamband Kúabænda harma ummæli Þórarins Jónssonar á Hálsi, en hann sagði í viðtali við sjónvarp mbl.is í morgun að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. 10.9.2009 20:13 Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar. 10.9.2009 16:44 Var víst úrskurðaður brotlegur - vill siðanefndina burt „Ástæðan fyrir því að ég verð að andmæla úrskurðinum er sú að ég vil ekki að nafnið mitt verði varðveitt í slíkum dómi fyrir annarra manna brot. Mér þykir vænna um nafnið mitt en það," segir fyrrum ritstjóri DV en hann var úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna í dag. 10.9.2009 03:00 Bankastjóri tjáir sig ekki um fjársvikakærur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, ætlar ekki að tjá sig um lögreglukæru sem beinist gegn honum, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og nýja og gamla bankanum. 10.9.2009 19:26 Ríkið á sex hundruð íbúðar- og atvinnuhúsnæði Ríkið á nú rúmlega sex hundruð íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þrátt fyrir lög sem heimila frestun á nauðungarsölu. Íbúðalánasjóður á um helming á móti bönkunum þremur. 10.9.2009 19:20 Fleiri erlendir í varðhaldi en íslenskir Mun fleiri útlendingar en Íslendingar sátu í gæsluvarðhaldi hér á landi á síðasta ári. Hlutfallið er nær helmingur, það sem af er þessu ári. Kostnaður vegna erlendra ríkisborgara í íslenskum fangelsum nemur tæpum 200 milljónum króna á ári. 10.9.2009 18:54 Var ekki úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna „Það er ekki rétt að sigurjón var úrskurðaður,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en siðanefnd blaðamannafélagsins tjáir sig ekki um úrskurði sem þeir kveða upp. 10.9.2009 18:14 Skrifstofustóllinn á Röntgen Domus er laus Búið er að losa skrifstofustólinn sem lenti í segulómtækinu hjá Röngten Domus þann 20 ágúst síðastliðinn. Tæpar þrjár vikur liðu, frá því að stóllinn þeyttist að tækinu með ógnarkrafti, þangað til að búið var að losa hann. Þær upplýsingar fengust hjá Röntgen Domus í dag að tækið hefði farið í gang í gær og nú væri unnið langt fram á kvöld til þess að vinna upp þann biðlista sem myndaðist á meðan að tækið var óstarfhæft. 10.9.2009 16:56 Játar að hafa framið ránið í 11-11 Karlmaður um tvítugt hefur játað að hafa framið rán í verslun 11-11 við Hlemm í fyrrakvöld. Hann var handtekinn í gær en ekki var hægt að yfirheyra manninn í gær vegna ástands hans. 10.9.2009 16:30 Nefbraut kynsystur sína á Apótekinu Tuttugu og níu ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa skallað kynsystur sína í andlitð eð þeim afleiðingum að nefbein brotnaði. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Apótekinu í Reykjavík þann 4 janúar síðastliðinn. Sú sem varð fyrir árásinni krefst rúmra 800 þúsund króna í miskabætur og málskostnað. 10.9.2009 15:51 Samningurinn við Magma samþykktur Salan á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku til Magma Energy var samþykkt borgarráði í dag með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn greiddi atkvæði gegnum samningnum sem kemur næst til kasta borgarstjórnar Reykjavíkur. 10.9.2009 15:22 Öryggisverðir vilja varnarhunda Rætt hefur verið um að öryggisverðir fái heimild til þess að beita varnarhundum þar sem starf þeirra fer fram á fáförnum stöðum. Hins vegar hefur ekki komið til tals í ráðuneytinu að öryggisverðir fái heimild til þess að beita valdbeitingartækjum. Í dómsmálaráðuneytinu stendur yfir vinna um breytingar á lögum um öryggisþjónustu. 10.9.2009 14:08 Neytendasamtökin rannsaka falsað nautakjöt Neytendasamtökin krefjast þess að Matvælastofnun rannsaki ásakanir um að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. Formaður samtakanna segir að ef ásakanirnar séu réttar sé verið að stela af neytendum á grundvelli vörusvika. 10.9.2009 19:23 Dæmdur einu og hálfu ári eftir að hann hætti Fyrrum ritstjóri DV, Sigurjón M. Egilsson, hefur verið dæmdur af siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fyrir grein sem var rituð í DV í júní síðastliðnum. Það athyglisverða við úrskurð siðanefndarinnar er helst það að Sigurjón hafði ekki starfað sem ritstjóri fjölmiðilsins í eitt og hálft ár þegar umfjöllunin birtist. 10.9.2009 17:43 Keflavíkurflugvöllur annar besti í Evrópu Þjónusta við farþega á Keflavíkurflugvelli er fyrsta flokks að mati farþega sem völdu hann annan besta flugvöll í Evrópu á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vellinum. Þar segir að alþjóðasamtök flugvallarekenda, Airports Council International, standi fyrir ítarlegri þjónustukönnun flugfarþega á helstu flugvöllum heims og var Keflavíkurflugvöllur valinn þriðja besta flughöfn í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi og var í fjórða sæti fyrir allt árið í fyrra. 10.9.2009 15:47 Styður fullveldi georgísku aðskilnaðarhéraðanna Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann og ríkisstjórn hans hefðu ákveðið að viðurkenna fullveldi georgísku aðskilnaðarhéraðanna Abkasíu og Suður-Ossetíu. 10.9.2009 15:45 Flugræninginn var í guðdómlegri sendiför Bólivíumaður er í haldi mexíkósku lögreglunnar eftir að hann rændi farþegaþotu í innanlandsflugi í Mexíkó í gær. Þotan var á leið frá Cancun til Mexíkóborgar með 104 farþega og áhöfn. Skömmu eftir að þotan var komin á loft stóð farþegi upp, sagðist vera með sprengju meðferðis og heimtaði fund með Felipe Calderon, forseta Mexíkó. 10.9.2009 15:02 Magnús Þorsteinsson stefnir fréttamanni Stöðvar 2 Athafnamaðurinn Magnús Þorsteinsson hefur stefnt Gunnari Erni Jónssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Magnús krefst einnar milljónar króna í skaðabætur vegna fréttar fréttastofunnar um millifærslur hans úr Straumi yfir á erlenda bankareikninga í október á síðasta ári. Eins og áður hefur verið greint frá hafa Karl Wernersson og Björgólfsfeðgar einnig stefnt fréttamönnum og fréttastjóra Stöðvar 2 í tengslum við sömu frétt. 10.9.2009 15:00 Segir meirihluta hafa verið starfandi á Álftanesi Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir rangt að meirihlutalaust hefur verið í bæjarfélaginu í einn og hálfan mánuð. Hann telur eðlilegast að einn af bæjarfulltrúum Álftaneshreyfingarinnar myndi nýjan meirihluta með sjálfstæðismönnum. 10.9.2009 14:37 Ríkislögreglustjóri minnir á nágrannavörslu Vegna mikillar fjölgunar innbrota að undanförnu hvetur ríkislögreglustjóri almenning til að huga vandlega að öryggi heimila sinna og gera viðeigandi ráðstafanir til að torvelda innbrot. Í því samhengi minnir ríkislögreglustjóri á mikilvægi nágrannavörslu. Mikilvæg forvörn felst í samvinnu og samheldni fólksins í landinu. Hið sama gildir um eigendur og stjórnendur fyrirtækja. Samvinnu og árvekni er einnig þörf á því sviði. 10.9.2009 14:24 Sjá næstu 50 fréttir
Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan í Borgarnesi, með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lagði hald á nokkuð af svonefndum hörðum fíkniefnum við húsleit í tveimur íbúðum í Reykjavík í fyrrakvöld og handtók í leiðinni þrjú ungmenni. 11.9.2009 07:35
Þrír þiggja boð frá Kyrrahafseyju Þrír kínverskir múslimar, sem árum saman hafa setið í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu, hafa þegið boð stjórnvalda á Kyrrahafseyjunni Palá um að setjast þar að. Lögmaður þeirra segir þá hlakka til að komast burt og geta hafið nýtt líf, líklega strax í næsta mánuði. 11.9.2009 06:00
Velferðarsamfélagið byggir á samkeppni „Virk samkeppni er ein grunnforsenda þess að hægt sé að viðhalda norrænu velferðarkerfi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SE). „Stefnumörkun okkar gengur út á að menn megi ekki leiðast út í að horfa á skammtímahagsmuni einstakra fyrirtækja heldur verði að horfa á langtímahagsmuni samfélagsins.“ 11.9.2009 06:00
Auðlindamál í endurskoðun virkjanir Framtíðarfyrirkomulag varðandi auðlindir í eigu hins opinbera eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag. Fjölmargir ráðherrar hafa lýst vilja sínum til breytinga á reglum þar um eftir að kanadíska fyrirtækið Magma gerði tilboð í hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. 11.9.2009 06:00
FME vildi fjölmiðlafólk fyrir dómstóla Eðlilegra hefði verið að dómstólar fengju að skera úr um hvort fjölmiðlafólk hefði bakað sér refsiábyrgð með því að birta gögn sem varða við bankaleynd, að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). 11.9.2009 06:00
Sæsteinsuga föst á hausnum Lax sem veiddist við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá á dögunum reyndist hafa fullorðna sæsteinsugu fasta á hausnum. Er þetta fyrsta þekkta tilfellið um að þetta sníkjudýr komi úr ferskvatni hér við land. 11.9.2009 05:45
Vissu ekki að samræði væri óeðlilegt Börn sem námu við Heyrnleysingjaskólann og sættu þar kynferðislegu ofbeldi höfðu á þeim tíma ekki skilning á því sem var að gerast og áttuðu sig ekki á hvort eðlilegt væri eða ekki að börn hefðu samræði eða önnur kynferðismök. 11.9.2009 05:00
Nokkrir búnir að játa innbrot Yfirheyrslur yfir þeim meintu þjófum sem sitja í gæsluvarðhaldi eru í fullum gangi. Í einhverjum tilvikum liggja játningar í innbrotsmálum fyrir. Meðal þess þýfis sem lögregla hefur fundið á síðastliðnum dögum var mikið magn af vönduðum íþróttafatnaði. Andvirði þess fatnaðar sem stolið var úr fyrirtæki í borginni er 1,8 milljón króna. 11.9.2009 05:00
Stórhættulegt athæfi í Ölfusi „Það var opnað fyrir tuttugu og þremur tryppum hjá mér og þeim hleypt út á þjóðveginn, sem er náttúrulega stórhættulegt athæfi." 11.9.2009 04:45
Þorskurinn í góðri uppsveiflu Jón Kristjánsson fiskifræðingur furðar sig á málflutningi Hjalta í Jakobsstovu, forstjóra færeysku hafrannsóknastofnunarinnar, á ráðstefnu um fiskveiðistjórnun sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gekkst fyrir í liðinni viku. Á ráðstefnunni, sem Jón kallar sjálfstyrkingarráðstefnu kvótasinna, hélt Hjalti því fram að sóknarmarkskerfi þeirra Færeyinga hafi reynst illa og sérstaklega sæist það á bágu ástandi mikilvægra nytjastofna, ekki síst þorsks. 11.9.2009 04:30
46 milljónir búa við ekkert öryggisnet „Ég er ekki fyrsti forsetinn til að taka upp þennan málstað, en ég er staðráðinn í að verða sá síðasti,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, þar sem hann hvatti til þess að viðamiklar breytingar yrðu gerðar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 11.9.2009 04:30
Framkvæmdir þegar í stað Miðstjórn Alþýðusambandsins ræddi greiðsluvanda heimilanna á fundi sínum á miðvikudag. Komu fram þungar áhyggjur og er auglýst eftir aðgerðum stjórnvalda. 11.9.2009 04:00
Stálu sautján leðursófasettum Andvirði sautján sófasetta sem stolið var úr gámum við fyrirtæki í Dugguvogi 2 í fyrrinótt og nóttina þar áður nemur rúmlega fjórum milljónum króna. Óvíst var síðdegis í gær hvort þau voru tryggð. 11.9.2009 03:45
Þurfa ár til að gera breytingar Forsvarsmenn samskiptavefsíðunnar Facebook ætla að taka sér ár í að gera breytingar á síðunni eftir að kanadíska persónuverndarstofnunin gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á þeim persónuupplýsingum sem geymdar eru á Facebook. 11.9.2009 03:45
Esjan orðin eða verður snjólaus Veður Enn voru tveir örsmáir snjóskaflar í Gunnlaugsskarði í Esjunni fyrri part viku, en sökum skýjafars hefur ekki tekist að greina hvort þeir eru horfnir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 11.9.2009 03:00
Spaugað með ráðamenn Palestínumenn hafa ekki átt því að venjast að spaugað sé með pólitík og ráðamenn í sjónvarpi. Á þessu hefur nú orðið breyting. 11.9.2009 02:30
DV braut gegn siðareglum fjölmiðlar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð um að blaðamaður og ritstjórar DV hafi brotið alvarlega gegn þriðju grein siðareglna félagsins. Blaðið fjallaði um ávirðingar konu, en viðmælandi blaðsins ásakaði hana um svik, lygar, lögbrot og framhjáhald. 11.9.2009 02:00
Saka ríkisstjórnina um árás Ríkisstjórnin virðist aðeins geta komið sér saman um eitt atriði varðandi sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku, og það er að ráðast á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Þetta er fullyrt í opnu bréfi bæjarstjóra og formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar til iðnaðarráðherra. 11.9.2009 01:45
Verðmætið nam 1,5 milljörðum Grásleppuvertíð, sem nýlokið er, var víðast hvar góð og skilaði grásleppukörlum miklum verðmætum, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. 11.9.2009 01:30
Auglýsa hefði átt starfið laust Forstjóri Landspítalans fór á svig við lög þegar ráðið var í tímabundið laust starf á sviði almannatengsla spítalans án undangenginnar auglýsingar. 11.9.2009 01:00
Ákærðir fyrir golfkylfuárás Fjórum ungum mönnum hefur verið birt ákæra fyrir líkamsárás, en þeir réðust með offorsi að fimmta manninum á Laugavegi eina sumarnóttina í fyrra. Golfkylfu var meðal annars beitt í barsmíðunum. 11.9.2009 01:00
Ræða börnin brottfluttu Grænland Ljúka skal máli 22 grænlenskra barna, sem voru flutt nauðungarflutningum til Danmerkur á sjötta áratugnum, á virðulegan hátt. Þetta segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Kuupik Kleist. Hann ætlar að ræða um flutningana við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, í næstu viku. 11.9.2009 00:45
Lögga á daginn, vændiskona á kvöldin - dæmd í 15 mánaða fangelsi Lögreglukonan Victoria Thorne, eða Kelly eins og hún kallaði sig þegar hún starfaði sem vændiskona, var dæmd í 15 mánaða fangelsi í Bretlandi í gær fyrir alvarleg afglöp í starfi. 10.9.2009 23:20
Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10.9.2009 21:58
Obama skammar Brown vegna Lockerbie-mannsins Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lét óánægju sína í ljós varðandi lausnar hryðjuverkamannsins sem sprengdi farþegaþotu yfir Lockerbie á níunda áratugnum, í samtali við forsætisráðherra Breta, Gordon Brown. 10.9.2009 21:07
Landsamband Kúabænda harma ásakanir um falsað nautahakk Landsamband Kúabænda harma ummæli Þórarins Jónssonar á Hálsi, en hann sagði í viðtali við sjónvarp mbl.is í morgun að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. 10.9.2009 20:13
Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar. 10.9.2009 16:44
Var víst úrskurðaður brotlegur - vill siðanefndina burt „Ástæðan fyrir því að ég verð að andmæla úrskurðinum er sú að ég vil ekki að nafnið mitt verði varðveitt í slíkum dómi fyrir annarra manna brot. Mér þykir vænna um nafnið mitt en það," segir fyrrum ritstjóri DV en hann var úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna í dag. 10.9.2009 03:00
Bankastjóri tjáir sig ekki um fjársvikakærur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, ætlar ekki að tjá sig um lögreglukæru sem beinist gegn honum, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og nýja og gamla bankanum. 10.9.2009 19:26
Ríkið á sex hundruð íbúðar- og atvinnuhúsnæði Ríkið á nú rúmlega sex hundruð íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þrátt fyrir lög sem heimila frestun á nauðungarsölu. Íbúðalánasjóður á um helming á móti bönkunum þremur. 10.9.2009 19:20
Fleiri erlendir í varðhaldi en íslenskir Mun fleiri útlendingar en Íslendingar sátu í gæsluvarðhaldi hér á landi á síðasta ári. Hlutfallið er nær helmingur, það sem af er þessu ári. Kostnaður vegna erlendra ríkisborgara í íslenskum fangelsum nemur tæpum 200 milljónum króna á ári. 10.9.2009 18:54
Var ekki úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna „Það er ekki rétt að sigurjón var úrskurðaður,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en siðanefnd blaðamannafélagsins tjáir sig ekki um úrskurði sem þeir kveða upp. 10.9.2009 18:14
Skrifstofustóllinn á Röntgen Domus er laus Búið er að losa skrifstofustólinn sem lenti í segulómtækinu hjá Röngten Domus þann 20 ágúst síðastliðinn. Tæpar þrjár vikur liðu, frá því að stóllinn þeyttist að tækinu með ógnarkrafti, þangað til að búið var að losa hann. Þær upplýsingar fengust hjá Röntgen Domus í dag að tækið hefði farið í gang í gær og nú væri unnið langt fram á kvöld til þess að vinna upp þann biðlista sem myndaðist á meðan að tækið var óstarfhæft. 10.9.2009 16:56
Játar að hafa framið ránið í 11-11 Karlmaður um tvítugt hefur játað að hafa framið rán í verslun 11-11 við Hlemm í fyrrakvöld. Hann var handtekinn í gær en ekki var hægt að yfirheyra manninn í gær vegna ástands hans. 10.9.2009 16:30
Nefbraut kynsystur sína á Apótekinu Tuttugu og níu ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa skallað kynsystur sína í andlitð eð þeim afleiðingum að nefbein brotnaði. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Apótekinu í Reykjavík þann 4 janúar síðastliðinn. Sú sem varð fyrir árásinni krefst rúmra 800 þúsund króna í miskabætur og málskostnað. 10.9.2009 15:51
Samningurinn við Magma samþykktur Salan á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku til Magma Energy var samþykkt borgarráði í dag með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn greiddi atkvæði gegnum samningnum sem kemur næst til kasta borgarstjórnar Reykjavíkur. 10.9.2009 15:22
Öryggisverðir vilja varnarhunda Rætt hefur verið um að öryggisverðir fái heimild til þess að beita varnarhundum þar sem starf þeirra fer fram á fáförnum stöðum. Hins vegar hefur ekki komið til tals í ráðuneytinu að öryggisverðir fái heimild til þess að beita valdbeitingartækjum. Í dómsmálaráðuneytinu stendur yfir vinna um breytingar á lögum um öryggisþjónustu. 10.9.2009 14:08
Neytendasamtökin rannsaka falsað nautakjöt Neytendasamtökin krefjast þess að Matvælastofnun rannsaki ásakanir um að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. Formaður samtakanna segir að ef ásakanirnar séu réttar sé verið að stela af neytendum á grundvelli vörusvika. 10.9.2009 19:23
Dæmdur einu og hálfu ári eftir að hann hætti Fyrrum ritstjóri DV, Sigurjón M. Egilsson, hefur verið dæmdur af siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fyrir grein sem var rituð í DV í júní síðastliðnum. Það athyglisverða við úrskurð siðanefndarinnar er helst það að Sigurjón hafði ekki starfað sem ritstjóri fjölmiðilsins í eitt og hálft ár þegar umfjöllunin birtist. 10.9.2009 17:43
Keflavíkurflugvöllur annar besti í Evrópu Þjónusta við farþega á Keflavíkurflugvelli er fyrsta flokks að mati farþega sem völdu hann annan besta flugvöll í Evrópu á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vellinum. Þar segir að alþjóðasamtök flugvallarekenda, Airports Council International, standi fyrir ítarlegri þjónustukönnun flugfarþega á helstu flugvöllum heims og var Keflavíkurflugvöllur valinn þriðja besta flughöfn í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi og var í fjórða sæti fyrir allt árið í fyrra. 10.9.2009 15:47
Styður fullveldi georgísku aðskilnaðarhéraðanna Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann og ríkisstjórn hans hefðu ákveðið að viðurkenna fullveldi georgísku aðskilnaðarhéraðanna Abkasíu og Suður-Ossetíu. 10.9.2009 15:45
Flugræninginn var í guðdómlegri sendiför Bólivíumaður er í haldi mexíkósku lögreglunnar eftir að hann rændi farþegaþotu í innanlandsflugi í Mexíkó í gær. Þotan var á leið frá Cancun til Mexíkóborgar með 104 farþega og áhöfn. Skömmu eftir að þotan var komin á loft stóð farþegi upp, sagðist vera með sprengju meðferðis og heimtaði fund með Felipe Calderon, forseta Mexíkó. 10.9.2009 15:02
Magnús Þorsteinsson stefnir fréttamanni Stöðvar 2 Athafnamaðurinn Magnús Þorsteinsson hefur stefnt Gunnari Erni Jónssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Magnús krefst einnar milljónar króna í skaðabætur vegna fréttar fréttastofunnar um millifærslur hans úr Straumi yfir á erlenda bankareikninga í október á síðasta ári. Eins og áður hefur verið greint frá hafa Karl Wernersson og Björgólfsfeðgar einnig stefnt fréttamönnum og fréttastjóra Stöðvar 2 í tengslum við sömu frétt. 10.9.2009 15:00
Segir meirihluta hafa verið starfandi á Álftanesi Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir rangt að meirihlutalaust hefur verið í bæjarfélaginu í einn og hálfan mánuð. Hann telur eðlilegast að einn af bæjarfulltrúum Álftaneshreyfingarinnar myndi nýjan meirihluta með sjálfstæðismönnum. 10.9.2009 14:37
Ríkislögreglustjóri minnir á nágrannavörslu Vegna mikillar fjölgunar innbrota að undanförnu hvetur ríkislögreglustjóri almenning til að huga vandlega að öryggi heimila sinna og gera viðeigandi ráðstafanir til að torvelda innbrot. Í því samhengi minnir ríkislögreglustjóri á mikilvægi nágrannavörslu. Mikilvæg forvörn felst í samvinnu og samheldni fólksins í landinu. Hið sama gildir um eigendur og stjórnendur fyrirtækja. Samvinnu og árvekni er einnig þörf á því sviði. 10.9.2009 14:24