Innlent

Skrifstofustóllinn á Röntgen Domus er laus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnheiður Sigvaldadóttir, framkvæmdastjóri RD, með stólinn sem er illa farinn. Mynd/ Raförninn.is
Ragnheiður Sigvaldadóttir, framkvæmdastjóri RD, með stólinn sem er illa farinn. Mynd/ Raförninn.is
Búið er að losa skrifstofustólinn sem lenti í segulómtækinu hjá Röngten Domus þann 20 ágúst síðastliðinn. Tæpar þrjár vikur liðu, frá því að stóllinn þeyttist að tækinu með ógnarkrafti, þangað til að búið var að losa hann. Þær upplýsingar fengust hjá Röntgen Domus í dag að tækið hefði farið í gang í gær og nú væri unnið langt fram á kvöld til þess að vinna upp þann biðlista sem myndaðist á meðan að tækið var óstarfhæft.

Á vefnum Raförnin.is er haft eftir Ragnheiði Sigvaldadóttur, framkvæmdastjóra Röntgen Domus, að allt ferlið við að slökkva á tækinu og losa stólinn hafi gengið vel fyrir sig og virðist sem að blessunarlega hafi engar alvarlegar skemmdir orðið á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×