Innlent

Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni

Catalina mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í vikunni. Mynd/ Baldur
Catalina mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í vikunni. Mynd/ Baldur

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, verði áfram í farbanni allt þar til dómur fellur í máli hennar.

Catalina er ákærð fyrir að hafa staðið fyrir innflutningi á kókaíni. Aðalmeðferð málsins fór fram í vikunni. Hún er einnig grunuð um mansal og að hafa rekið vændisþjónustu á Hverfisgötu. Það mál er enn í rannsókn hjá lögreglu.


Tengdar fréttir

Fíkniefnasmyglarar réðu burðardýr í gegnum blaðaauglýsingu

Catalina Mikue Ncogo réð burðardýr til þess að flytja næstum 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands í gegnum blaðaauglýsingu. Þetta fullyrti annað burðardýrið við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir hefur áður greint frá málinu, en burðardýrin, sem voru tvær belgískar konur, 26 og 31 árs gamlar voru báðar dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir smyglið. Þær voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins þann 12 apríl síðastliðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×