Innlent

Ákærðir fyrir golfkylfuárás

Fjórum ungum mönnum hefur verið birt ákæra fyrir líkamsárás, en þeir réðust með offorsi að fimmta manninum á Laugavegi eina sumarnóttina í fyrra. Golfkylfu var meðal annars beitt í barsmíðunum.

Árásarmennirnir eru allir fæddir árið 1990 en sá sem ráðist var á er á þrítugsaldri. Mennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að hafa látið högg og spörk dynja á líkama og höfði mannsins. Einn þeirra er svo ákærður fyrir að hafa slegið manninn ítrekað með golfkylfu svo kylfan brotnaði.

Maðurinn hlaut nokkra áverka og krefst 600 þúsunda í bætur. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×