Innlent

Samningurinn við Magma samþykktur

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er formaður borgarráðs.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er formaður borgarráðs.
Salan á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku til Magma Energy var samþykkt borgarráði í dag með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn greiddi atkvæði gegnum samningnum sem kemur næst til kasta borgarstjórnar Reykjavíkur.

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarráði segja í tilkynningu söluna á hlutnum í HS orku mikilvæga fyrir hagsmuni Orkuveitunnar og Reykjavíkurborgar og ítreka að ekki sé verið að selja auðlindir. Þeir segja fulltrúa minnihlutans hafa kosið að ala á tortryggni í garð erlendra fjárfesta og að erlendir aðilar fái arð af því áhættufé sem þeir leggja til orkuvinnslu.



Telur meirihlutann ekki hafa lært af REI-málinu


Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir aftur á móti ljóst að meirihlutinn hafi ekki lært af REI-málinu. „Því miður virðist ljóst að þrátt fyrir yfirgripsmikil gögn og gagnrýni sem fram hefur komið á söluna í opinberri umræðu hafa rök ekki dugað til að meirihlutinn hverfi frá því að að selja hlut Reykvíkinga gegn 30% útborgun og 70% kúluláni til sjö ára. Einu veðin eru í bréfunum sjálfum," segir í Dagur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×