Innlent

DV braut gegn siðareglum

BRUTU AF SÉR Ritstjórar og blaðamaður DV eru sagðir hafa brotið alvarlega gegn siðareglum Blaðmannafélags Íslands.
fréttablaðið/gva
BRUTU AF SÉR Ritstjórar og blaðamaður DV eru sagðir hafa brotið alvarlega gegn siðareglum Blaðmannafélags Íslands. fréttablaðið/gva

fjölmiðlar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð um að blaðamaður og ritstjórar DV hafi brotið alvarlega gegn þriðju grein siðareglna félagsins. Blaðið fjallaði um ávirðingar konu, en viðmælandi blaðsins ásakaði hana um svik, lygar, lögbrot og framhjáhald.

Siðanefndin segir að þó að konan sé ekki nafngreind hafi upplýsingar um hana verið það ítarlegar að jaðraði við nafnbirtingu. Þá segir að ófullnægjandi hafi verið að leita staðfestinga hjá tveimur einstaklingum „í heimi kraftlyftinga“, en konan hafði tengst því samfélagi. Á engan hátt hafi gagnsjónarmiða konunnar verið leitað.

Einn þeirra kærðu var Sigurjón M. Egilsson, en hann hafði hætt sem ritstjóri rúmu ári áður en fréttin birtist. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir um misskilning að ræða. Lögmaðurinn hafi fengið nafn Sigurjóns af vef DV, þar sem hann var enn titlaður ritstjóri. Í útsendum úrskurði hafi nafn hans enn staðið yfir þá sem voru kærðir. Augljóslega hafi úrskurðurinn ekki átt við hann þar sem hann var hættur.

Hjálmar segir að eflaust hefði farið betur á að fyrirbyggja misskilninginn algjörlega. Ónákvæmni hafi þó verið leiðrétt í þeim úrskurði sem birtur var á vef félagsins.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×