Innlent

Var ekki úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna

Sigurjón M. Egilsson, ekki brotlegur við siðareglur að sögn framkvæmdarstjóra.
Sigurjón M. Egilsson, ekki brotlegur við siðareglur að sögn framkvæmdarstjóra.

„Það er ekki rétt að sigurjón var úrskurðaður brotlegur," segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en siðanefnd blaðamannafélagsins tjáir sig ekki um úrskurði sem þeir kveða upp.

Fyrrum ritstjóri DV, Sigurjón M. Egilsson, skrifaði á heimasíðu sína að hann hefði verið úrskurðaður ásamt blaðamanni og þáverandi meðritstjóra sínum Reyni Traustasyni brotlegur við 3. grein siðreglna. Þá krafðist hann að auki að siðanefnd segði af sér vegna málsins.

Hjálmar segir að úrskurðurinn sé réttur eins og hann birtist á síðu blaðamannafélagsins, press.is, en þar segir að blaðamaður og ritstjórar DV hafi gerst brotlegir vegna greinar helgarblaðs DV í júní undir fyrirsögninni: Fjögur viðhöld og eiginmaður.

Ritstjórarnir eru þeir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason. Blaðamaðurinn heitir Baldur Guðmundsson.

Ekki náðist í Sigurjón sjálfan þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Tengdar fréttir

Dæmdur einu og hálfu ári eftir að hann hætti

Fyrrum ritstjóri DV, Sigurjón M. Egilsson, hefur verið dæmdur af siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fyrir grein sem var rituð í DV í júní síðastliðnum. Það athyglisverða við úrskurð siðanefndarinnar er helst það að Sigurjón hafði ekki starfað sem ritstjóri fjölmiðilsins í eitt og hálft ár þegar umfjöllunin birtist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×