Innlent

Neytendasamtökin rannsaka falsað nautakjöt

Heimir Már Pétursson. skrifar

Neytendasamtökin krefjast þess að Matvælastofnun rannsaki ásakanir um að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. Formaður samtakanna segir að ef ásakanirnar séu réttar sé verið að stela af neytendum á grundvelli vörusvika.

Þórarinn Jónsson bóndi á Hálsi sagði í samtali við Mbl punktur is í dag að það væri opinbert leyndarmál að hrossakjöti væri blandað við nautahakk, og jafnvel svínafitur og kartöflumjöli, án þess að neytendum væri greint frá því.

Þannig verður tiltölulega ódýrt hrossakjöt að dýru nautakjöti. Mikil viðbrögð urðu við þessum ummælum Þórarins sem ekki vildi veita okkur viðtal vegna málsins, en kannaðist við að ekki hefðu allir verið hressir með þessi ummæli hans, en sjálfur selur hann nautakjöt beint af búi sínu.

Hann sagði líka að þyngjandi efnum væri sprautað í nautakjöt í verslunum til að drýgja það. Neytendasamtökin hafa vegna þessa sent Matavælastofnun bréf og óskað eftir því við hana að matvælaeftirlit sveitarfélaga kanni málið.

Þá sé verið að nota ódýrara hráefni til að drýgja dýrari vöru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×