Innlent

Semenya er tvíkynja

Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn.

Málið virðist þó hafa tekið óvænta stefnu því götublaðið The Sun auk The Daily mail fullyrða að Semenya sé tvíkynja.

Þá hafa blöðin það eftir heimildum að hún verði hugsanlega svipt gullinu sem hún hlaut í rómuðu 800 metra hlaupi í Berlín.

Forseti Suður Afríku, Leonard Chuene, hefur staðið dyggilega við bakið á Semenyu og segir málið niðurlægjandi og um það verði ekki rætt fyrr en niðurstaða fáist endanlega í málið.

Frændi Semenyu, Lesiba Rammabi, stendur líka þétt við bakið á henni og segir Semenyu vera konu, hún hafi verið alin upp sem slík, og sé því ekkert nema kvenmaður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.