Innlent

Var víst úrskurðaður brotlegur - vill siðanefndina burt

Sigurjón M. Egilsson.
Sigurjón M. Egilsson.

„Ástæðan fyrir því að ég verð að andmæla úrskurðinum er sú að ég vil ekki að nafnið mitt verði varðveitt í slíkum dómi fyrir annarra manna brot. Mér þykir vænna um nafnið mitt en það," segir fyrrum ritstjóri DV en hann var úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna í dag.

Meinið er þó það, að hann var ekki ritstjóri DV þegar hann á að hafa framið brotið.

DV hefur verið úrskurðað brotlegt við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Í úrskurðinum, sem Sigurjón sýndi blaðamanni, stendur að Reynir Traustason auk Sigurjóns, hafi verið úrskurðaðir brotlegir auk blaðamannsins sem skrifaði fréttina.

Úrskurðurinn sem Sigurjón fékk í dag.

Á vef Press.is hefur sami úrskurður verið birtur en þá er búið að taka út nöfn ritstjóranna en þar segir eingöngu að ritstjórar DV séu brotlegir við siðareglur.

Þegar Vísir ræddi við framkvæmdarstjóra Blaðamannafélagsins fyrr í kvöld, Hjálmar Jónsson, sagði hann að Sigurjón hefði ekki verið úrskurðaður brotlegur heldur þeir ritstjórar sem voru við stjórnvölin þegar brotið á að hafa átt sér stað. Þá voru það ritstjórarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason sem stýrðu blaðinu.

Samkvæmt úrskurði sem Sigurjón fékk í hendurnar í dag kemur skýrt fram að hann auk Reynis hafi verið úrskurðaði brotlegir við siðareglur félagsins. Þessu vill Sigurjón ekki una og skrifar á heimasíðu sína að þekkingarleysi siðanefndar á ritstjórum blaða á Íslandi kalli á afsögn nefndarinnar.


Tengdar fréttir

Dæmdur einu og hálfu ári eftir að hann hætti

Fyrrum ritstjóri DV, Sigurjón M. Egilsson, hefur verið dæmdur af siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fyrir grein sem var rituð í DV í júní síðastliðnum. Það athyglisverða við úrskurð siðanefndarinnar er helst það að Sigurjón hafði ekki starfað sem ritstjóri fjölmiðilsins í eitt og hálft ár þegar umfjöllunin birtist.

Var ekki úrskurðaður brotlegur við siðareglur blaðmanna

„Það er ekki rétt að sigurjón var úrskurðaður,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en siðanefnd blaðamannafélagsins tjáir sig ekki um úrskurði sem þeir kveða upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×