Innlent

Auglýsa hefði átt starfið laust

Einar karl haraldsson
Einar karl haraldsson

Forstjóri Landspítalans fór á svig við lög þegar ráðið var í tímabundið laust starf á sviði almannatengsla spítalans án undangenginnar auglýsingar.

Þetta er mat umboðsmanns Alþingis sem tók málið upp að eigin frumkvæði.

Fréttir af ráðningu Einars Karls Haraldssonar í starfið vöktu athygli umboðsmanns.

Átti hann í bréfaskiptum við forstjóra spítalans en lét málið niður falla þegar fregnir bárust af ráðningu Einars Karls í starf upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×