Innlent

Játar að hafa framið ránið í 11-11

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Pjetur
Karlmaður um tvítugt hefur játað að hafa framið rán í verslun 11-11 við Hlemm í fyrrakvöld. Hann var handtekinn í gær en ekki var hægt að yfirheyra manninn í gær vegna ástands hans. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Maðurinn var vopnlaus og ekki grímuklæddur, en hafði í hótunum við stafsfólk og komst undan með einhverja peninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×