Fleiri erlendir í varðhaldi en íslenskir Telma Tómasson. skrifar 10. september 2009 18:54 Mun fleiri útlendingar en Íslendingar sátu í gæsluvarðhaldi hér á landi á síðasta ári. Hlutfallið er nær helmingur, það sem af er þessu ári. Kostnaður vegna erlendra ríkisborgara í íslenskum fangelsum nemur tæpum 200 milljónum króna á ári. Þjófnaðarmál, sem erlendir ríkisborgarar hafa verið viðriðnir, hafa verið áberandi fréttamál að undanförnu. Þessi mál hafa átt þátt í að auka mjög álagið á stofnanir og starfsmenn fangelsis-og lögreglumála, sem glíma við niðurskurð vegna efnahagsþrenginganna. Ef rýnt er í tölfræði má sjá að í fyrra voru fleiri útlendingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald en Íslendingar - 87 á móti 71 Íslendingi. Það sem af er þessu ári er hlutfall útlendinga þegar komið yfir 40 prósent. Væntanlega munu flestir einstaklingarnir, sem eru á bak við þessar tölur, verða dæmdir fyrir brot sín og þurfa að sitja inni í íslensku fangelsi. En þar sem 240 afbrotamenn eru nú þegar á biðlista eftir fangelsisplássi þurfa útlendingarnir - eins og aðrir - að bíða þar til röðin kemur að þeim að hefja afplánun. Mál þeirra útlendu fanga sem þegar sitja inni eru margvísleg, en séu þau sundurgreind er athyglisvert að tuttugu og einn afplánar vegna falsaðra vegabréfa og brota á útlendingalögum. Er aukning í þeim málaflokki áberandi eins og sést á þessum tölum. Brottvísun útlendra fanga er seinvirk og nær ómöguleg í mörgum tilfellum, auk þess sem margir neita að afplána í heimalandi sínu. Vandinn er vaxandi fyrir íslensk réttaryfirvöld, en þótt fjöldi útlendra fanga sveiflist frá degi til dags, sýna meðaltalstölur að tuttugu útlendir ríkisborgarar hafa setið í íslenskum fangelsum dag hvern það sem af er þessu ári. Kostnaður vegna hvers fanga er talinn vera um 24 þúsund krónur á dag, sem gerir tæpa hálfa milljón daglega eða um 175 milljónir á ári. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Mun fleiri útlendingar en Íslendingar sátu í gæsluvarðhaldi hér á landi á síðasta ári. Hlutfallið er nær helmingur, það sem af er þessu ári. Kostnaður vegna erlendra ríkisborgara í íslenskum fangelsum nemur tæpum 200 milljónum króna á ári. Þjófnaðarmál, sem erlendir ríkisborgarar hafa verið viðriðnir, hafa verið áberandi fréttamál að undanförnu. Þessi mál hafa átt þátt í að auka mjög álagið á stofnanir og starfsmenn fangelsis-og lögreglumála, sem glíma við niðurskurð vegna efnahagsþrenginganna. Ef rýnt er í tölfræði má sjá að í fyrra voru fleiri útlendingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald en Íslendingar - 87 á móti 71 Íslendingi. Það sem af er þessu ári er hlutfall útlendinga þegar komið yfir 40 prósent. Væntanlega munu flestir einstaklingarnir, sem eru á bak við þessar tölur, verða dæmdir fyrir brot sín og þurfa að sitja inni í íslensku fangelsi. En þar sem 240 afbrotamenn eru nú þegar á biðlista eftir fangelsisplássi þurfa útlendingarnir - eins og aðrir - að bíða þar til röðin kemur að þeim að hefja afplánun. Mál þeirra útlendu fanga sem þegar sitja inni eru margvísleg, en séu þau sundurgreind er athyglisvert að tuttugu og einn afplánar vegna falsaðra vegabréfa og brota á útlendingalögum. Er aukning í þeim málaflokki áberandi eins og sést á þessum tölum. Brottvísun útlendra fanga er seinvirk og nær ómöguleg í mörgum tilfellum, auk þess sem margir neita að afplána í heimalandi sínu. Vandinn er vaxandi fyrir íslensk réttaryfirvöld, en þótt fjöldi útlendra fanga sveiflist frá degi til dags, sýna meðaltalstölur að tuttugu útlendir ríkisborgarar hafa setið í íslenskum fangelsum dag hvern það sem af er þessu ári. Kostnaður vegna hvers fanga er talinn vera um 24 þúsund krónur á dag, sem gerir tæpa hálfa milljón daglega eða um 175 milljónir á ári.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira