Innlent

Landsamband Kúabænda harma ásakanir um falsað nautahakk

Landsamband Kúabænda harma ummæli Þórarins Jónssonar á Hálsi, en hann sagði í viðtali við sjónvarp mbl.is í morgun að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því.

Stöð 2 fjallaði einnig um málið í kvöld en þar kom fram að neytendastofan hygðist kanna málið til hlítar.

Landsambandið telur ómaklega vegið að framleiðendum og vinnsluaðilum nautakjöts hér á landi og átelur Þórarinn fyrir að nefna engin dæmi máli sínu til sönnunar.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Landssamband kúabænda harmar ummæli Þórarins þar sem hann setur fram ýmsar staðhæfingar um kjötvörur, án þess að nefna nein dæmi máli sínu til sönnunar. Með þessu er að mati LK vegið ómaklega að öðrum framleiðendum og vinnsluaðilum nautakjöts.

Það er keppikefli allra þeirra sem vinna við matvælaframleiðslu í landinu að neytendur hafi ávallt aðgang að gæðavörum, hvort sem um er að ræða kjöt beint frá bónda, úr kjötborði eða unnar kjötvörur frá virtum og viðurkenndum kjötvinnslum.




Tengdar fréttir

Neytendasamtökin rannsaka falsað nautakjöt

Neytendasamtökin krefjast þess að Matvælastofnun rannsaki ásakanir um að nautahakk sé drýgt með hrossakjöti og öðru ódýrara hráefni án þess að greina neytendum frá því. Formaður samtakanna segir að ef ásakanirnar séu réttar sé verið að stela af neytendum á grundvelli vörusvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×