Innlent

Ríkið á sex hundruð íbúðar- og atvinnuhúsnæði

Sigríður Mogensen. skrifar

Ríkið á nú rúmlega sex hundruð íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þrátt fyrir lög sem heimila frestun á nauðungarsölu. Íbúðalánasjóður á um helming á móti bönkunum þremur.

Síðastliðið vor tóku gildi lög sem heimila frestun á nauðungarsölu fasteigna að beiðni skuldara. Búast má við holskeflu uppboða þegar lögin falla úr gildi.

Fréttastofa aflaði upplýsinga um fjölda húseigna í eigu bankanna og Íbúðalánasjóðs.

Þrátt fyrir heimild til frestunar á nauðungarsölu hefur Íbúðalánasjóður eignast um áttatíu íbúðir á þessu ári og á í dag 274 íbúðir. Íbúðalánasjóður á ekki atvinnuhúsnæði enda lánar hann ekki til slíkra kaupa.

Íslandsbanki á í dag 66 íbúðir og hús á ýmsum byggingarstigum og 21 atvinnurými. Bankinn hefur leyst til sín samtals 20 íbúðareignir frá áramótum.

Landsbankinn á nú 168 fasteignir, 136 íbúðarhúsnæði og 32 atvinnuhúsnæði ásamt 6 sumarhúsum. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum hefur fasteignum í eigu bankans ekki fjölgað mikið að undanförnu, enda sé mikið um frestun uppboða fram á haustið.

Kaupþing á nú 68 íbúðir, 20 verslunar og skrifstofuhúsnæði og 11 iðnaðareignir. Um síðustu áramót átti bankinn 39 íbúðir og 7 verslunar og skrifstofuhúsnæði.

Samtals eiga ríkisbankarnir þrír og Íbúðalánasjóður því um 630 íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem þeir hafa eignast á nauðungarsölu eða leyst til sín með öðrum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×