Fleiri fréttir Gengisfall krónunnar kemur afar illa við marga námsmenn erlendis Staða íslenskra námsmanna erlendis er slæm og framtíð þeirra óljós í vetur vegna gengis krónunnar og svimandi hárra yfirdráttarvaxta. Samband íslenskra námsmanna erlendis segir þetta ólíðandi og sjónarmið lánasjóðsins úrelt. Fyrirframgreiddar mánaðargreiðslur séu eina svarið. 5.8.2008 19:22 Stjórnvöld í Íran hætt að grýta fólk til dauða Háttsettur aðili innan íranska réttarkerfisins hefur gefið það út að héðan í frá muni stjórnvöld og dómstólar í landinu hætta að fylgja dauðarefsingu eftir með því að grýta fólk til dauða. 5.8.2008 22:10 Þorgerður Katrín: Bloggfærsla Bjarna innistæðulaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, harðneitar því að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fari á eftirlaun en þessu heldur Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram á bloggsíðu sinni í dag. 5.8.2008 18:28 Olíuverð heldur áfram að lækka Olíuverð á heimsmörkuðum heldur áfram að lækka. Olíufatið stóð í dag í 118 Bandaríkjadölum, sem er um 30 dölum lægra en það var hæst fyrir mánuði síðan. 5.8.2008 19:14 Skemmdir í Hallgrímskirkjuturni verri en reiknað var með Steypuskemmdirnar í Hallgrímskirkjuturni eru mun verri en áður var reiknað með. Áætlað er að viðgerðir kosti meira en hundrað milljónir króna umfram það sem upphaflega var talið. 5.8.2008 18:34 Guantanamo réttarhöld mögulega dæmd ómerk Fyrstu réttarhöldin í sérstökum bandarískum hérdómsstól í Guantanamo-fangabúðunum gætu verið dæmd ómerk vegna óskýrleika á skilgreiningu á því hvað sé glæpur og hvað sé stríðsglæpur. 5.8.2008 16:53 Sjö tilkynningar um innbrot um helgina Sjö tilkynningar um innbrot um verslunarmannahelgina hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5.8.2008 16:28 Þingmaður segir Davíð á leið á eftirlaun Þingmaður Framsóknarflokksins segir að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari á eftirlaun. 5.8.2008 16:15 Stálgirðingar settar upp við landamæri BNA og Mexíkó Stálgirðingar hafa verið settar upp á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vestur við El Paso en girðingarnar eru ný leið til öryggisráðstafa við landamærin. 5.8.2008 15:27 Tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Hanna Birna Kristjánsdóttir tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fráfarandi varaformanns skipulagsráðs og fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. 5.8.2008 15:15 Saka Frakka um aðild að þjóðarmorðum í Rúanda Þrjátíu og þrír franskir stjórnmálamenn og yfirmenn í franska hernum studdu og komu að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994 og það þarf að draga þá til ábyrgðar. 5.8.2008 15:06 Þýskar lögreglukonur fá „skotheld brjóstahöld“ Þýskar lögreglukonur fá á næstunni það sem þýskir fjölmiðlar kalla skotheld brjóstahöld. 5.8.2008 14:37 Pakistönsk kona sökuð um tengsl við al-Qaida Pakistönsk kona hefur verið flutt frá Afganistan til Bandaríkjanna þar sem hún á yfir höfði sér ákæru fyrir að reyna að myrða fulltrúa á vegum Bandaríkjastjórnar. 5.8.2008 14:08 Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5.8.2008 13:40 Eru landlaus og án ríkisfangs Þeir palestínsku flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru niðjar Palestínumanna sem flúðu land sitt við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og settust að í Írak. Þeir fengu hins vegar ekki ríkisfang í Írak og eiga þess vegna ekkert ríkisfang né landsvæði tið að hverfa til að sögn Lindu Björk Guðrúnardóttur sem sér um undirbúning að komu flóttamannanna til Akraness. 5.8.2008 13:30 Sýknaður af ákæru um árás á eiginkonu og dóttur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás gegn konu sinni og uppeldisdóttur á heimili þeirra í júlí í fyrra. 5.8.2008 12:53 Bush á leið á Ólympíuleika í Kína George Bush Bandaríkjaforseti er nú á leið til Kína þar sem hann verður við setningu Ólympíuleikanna á föstudaginn. 5.8.2008 12:45 Hundruð votta Solzhenitsyn virðingu sína Hundruð manna hafa í morgun vottað Alexander Solzhenitsyn virðingu sína en lík hans liggur nú á viðhafnarbörum í sal rússnesku vísindaakademíunnar. 5.8.2008 12:30 Góðri grásleppuvertíð að ljúka Einhverri bestu grásleppuvertíð í manna minnum er að ljúka. Verð fyrir hrognin hefur stigið jafnt og þétt í sumar og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. 5.8.2008 12:24 Útilokar ekki skaðabótamál á hendur borginni Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður telur yfirvofandi brottrekstur brot á sveitarstjórnarlögum. 5.8.2008 12:15 Í haldi fyrir að hafa kveikt í tjöldum í Eyjum Maður situr í fangelsi í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa kveikt í tjöldum þjóðhátíðargesta í Herjólfsdal í gærkvöldi. Slökkvilið slökkti í fjölda tjalda á svæðinu í gærkvöldi og reykurinn var svo mikill að fólk átti erfitt um andardrátt. 5.8.2008 12:10 Dæmdur fyrir að kýla dyravörð og hóta lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir í garð lögreglumanns. 5.8.2008 11:45 Fíkniefnaeftirlit skilaði góðum árangri á Akranesi Lögreglan á Akranesi lagði hald á um 20 grömm af marijúana, 15 grömm af amfetamíní og lítilræði af hassi og kókaíni við fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina. 5.8.2008 11:27 Palestínsk flóttakona segir ástandið í Al-Waleed búðunum skelfilegt 29 palestínskir flóttamenn eru væntanlegir til Íslands frá Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands. Á fréttavef Reuters er grein um þessar búðir og viðtal við Wedad, 30 ára gamla ekkju sem er á leið hingað til lands. Hún segir ástandið í búðunum skelfilegt og mjög erfitt fyrir börn sín. 5.8.2008 11:23 Dómsmálaráðherra leiðrétti forseta Íslands Björn Bjarnson leiðréttir Ólaf Ragnar Grímsson á vefsíðu sinni og gerir athugasemdir við söguskoðun Ólafs. 5.8.2008 10:32 Snarpur skjálfti í Sichuan-héraði Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók Sichuan-hérað í suðvesturhluta Kína laust fyrir klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. 5.8.2008 10:28 Vill ísbirni af lista yfir dýr í útrýmingarhættu Ríkisstjóri Alaska hyggst höfða mál á hendur bandarísku alríkisstjórninni vegna þeirrar ákvörðunar að setja ísbirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vill ríkisstjórinn að dómstólar ógildi ákvörðunina. 5.8.2008 10:06 Of feitur til að deyja Maður einn á dauðadeild í Ohio í Bandaríkjunum hefur tekið til nýstárlegra varna í áfrýjun sinni. Lögfræðingar hans segja að ekki sé hægt að taka hann af lífi vegna þess að hann sé of feitur. 5.8.2008 08:43 Mbeki þvertekur fyrir að hafa tekið við mútum Tabo Mbeki, forseti Suður Afríku, þvertekur fyrir að hann hafi þegið mútur frá þýsku vopnaframleiðslufyrirtæki. Ásakanir um mútuþægni forsetans eru settar fram í Suður Afríska blaðinu Sunday Times en blaðið segir að Mbeki hafi greitt forsetanum fyrir að tryggja að sala á þremur kafbátum gengi í gegn. Forsetinn og talsmenn hans segja ekkert hæft í fréttinni og í sama streng tekur þýska fyrirtækið. 5.8.2008 08:40 Edouard stefnir á Texas Óveðrið Edouard stefnir nú hraðbyri að Texas ríki í Bandaríkjunum og sækir í sig veðrið með hverri klukkustundinni. Stormurinn færist nú Norð-vestur eftir Mexíkóflóa og er búist við því að hann nái styrk fellibyls um miðjan dag. Íbúar Texas búa sig nú undir að óveðrið gangi á land en um fimm og hálf milljón manna búa á svæðinu þar sem búist er við að stormurinn fari yfir. 5.8.2008 08:36 Obama vill ganga á varaforðann Barack Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, vill láta veita 70 milljónum olíutunna úr varaforða landsins til þess að stemma stigu við hækkandi olíuverði í heiminum. 5.8.2008 08:34 Rignir á Dani Miklar rigningar eru nú í Danmörku en í gær var úrkoman á nokkrum stöðum álíka mikil og venja er í öllum ágústmánuði. Á Norður-Jótlandi var úrkoman um 60 millimetrar í gær og á Skagen var hún 70 millimetrar. 5.8.2008 08:29 Clinton vill meira fé í baráttuna við HIV Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kallar eftir auknum fjárframlögum í baráttunni við alnæmi í heiminum. Alþjóðleg ráðstefna um sjúkdóminn stendur nú yfir í Mexíkó og þar sagði Clinton að auka þurfi framlög um fimmtíu prósent á næstu tveimur árum til þess að unnt sé að standa straum af lyfjagjöf til þeirra sem smitast hafa. 5.8.2008 08:25 Sjö líkamsárásarmál í Eyjum Sjö líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina og þurfti að flytja einn þolandann með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Hann var meðal annars kjálkabrotinn. Aðrir sluppu betur. Þá komu upp sautján fíkniefnamál, en mjög strangt eftirlit var með fíkniefnaneyslu. 5.8.2008 08:23 Þyrla flutti slasaðan á sjúkrahús Þrír menn slösuðust þegar bíll þeirra valt í Mývatnssveit í gærkvöldi. Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri en allir reyndust minna meiddir en óttast var í fyrstu. Hugsanlegt er talið að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. 5.8.2008 08:22 Bensínþjófur í Baulu Lögreglan á Akranesi handtók í gærkvöldi mann, sem hafði fyllt á bensíntakn bíls síns við Baulu í Borgarfirði og stungið af án þess að greiða fyrir það. Þegar hann náðist kom í ljós að númerin á bílnum voru stolin auk þess sem maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfnegis og fíkniefna. 5.8.2008 08:21 Lét klóna hundinn sinn Vísindamenn í Suður Kóreu segjast hafa klónað gæludýr bandarísks manns sem gat ekki hugsað sér að sjá á bak hundinum sínum. 5.8.2008 08:18 Ellefu létust á K2 Ellefu fjallgöngumenn fórust á næst-hæsta fjalli heimsins, K2, í Pakistan um helgina. Fólkið var á leið niður af fjallinu eftir að hafa náð á toppinn þegar snjófljóð skall á hópnum, en í honum voru tuttugu og fimm manns. 5.8.2008 07:17 Öryggið tryggt á Ólympíuleikunum Kínversk yfirvöld reyna nú að fullvissa fólk um að áhorfendur og þáttakendur á ólympíuleikunum sem hefjast eftir nokkra daga séu óhulltir. Aðskilnaðarsinnar í Sínjang héraði eru sakaðir um árás á landamærastöð í gær, en forsvarsmenn leikanna segja að ítrustu öryggiskröfur séu uppfylltar í Peking og því sé gestum engin hætta búin. 5.8.2008 07:15 Fundu ferðamann heilan á húfi Björgunarsveitarmenn fundu erlendan ferðamann heilan á húfi í hlíðum Mundafells, austan við Heklu um klulkkan hálf sex í morgun. Maðurinn varð viðskila við samferðafólk sitt síðdegis í gær þegar þoka lagðist yfir Heklu og kallaði það á aðstoð undir miðnætti. 5.8.2008 07:12 Zuma hylltur við réttarhöld Stuðningsmenn Jacob Zuma, leiðtoga Þjóðarflokksins (ANC) í Suður-Afríku, hafa safnast saman á götum úti í dag, til þess að hylla hann. Zuma mætti fyrir rétt í dag til þess að freista þess að fá ákærur gegn sér felldar niður. 4.8.2008 19:59 Thelma Ásdísardóttir: Fæ sting þegar ofbeldi er verðlagt „Stjórnvöld og dómsvaldið þurfa að senda skýr skilaboð til samfélagsins um að kynferðisafbrot verði ekki liðin," segir Thelma Ásdísardóttir, starfskona Stígamóta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 4.8.2008 17:43 Þrennt flutt á slysadeild eftir bílveltu Þrennt var flutt á slysadeild eftir að bíll valt við afleggjarann að Baldursheimi í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö þeirra voru flutt með þyrlu en það þriðja var flutt með sjúkrabíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki talið að meiðsli þeirra séu alvarleg, en þau hafi meiðst á baki og hálsi. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talsverð umferð í umdæminu. 4.8.2008 20:08 Queen Elisabeth við Vestfirði Skemmtiferðaskipið Queen Elisabeth heimsótti Vestfirði í dag. Á vef bæjarins besta kemur fram að um 1800 farþegar hafi komið með skipinu og nýttu þeir tækifærið til þess að skoða þær perlur sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. 4.8.2008 20:40 Sex líkamsárásarmál komu upp í Vestmannaeyjum Alls voru sex líkamsárásarmál kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum yfir hátíðina, öll minniháttar. 4.8.2008 15:58 Sjá næstu 50 fréttir
Gengisfall krónunnar kemur afar illa við marga námsmenn erlendis Staða íslenskra námsmanna erlendis er slæm og framtíð þeirra óljós í vetur vegna gengis krónunnar og svimandi hárra yfirdráttarvaxta. Samband íslenskra námsmanna erlendis segir þetta ólíðandi og sjónarmið lánasjóðsins úrelt. Fyrirframgreiddar mánaðargreiðslur séu eina svarið. 5.8.2008 19:22
Stjórnvöld í Íran hætt að grýta fólk til dauða Háttsettur aðili innan íranska réttarkerfisins hefur gefið það út að héðan í frá muni stjórnvöld og dómstólar í landinu hætta að fylgja dauðarefsingu eftir með því að grýta fólk til dauða. 5.8.2008 22:10
Þorgerður Katrín: Bloggfærsla Bjarna innistæðulaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, harðneitar því að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fari á eftirlaun en þessu heldur Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram á bloggsíðu sinni í dag. 5.8.2008 18:28
Olíuverð heldur áfram að lækka Olíuverð á heimsmörkuðum heldur áfram að lækka. Olíufatið stóð í dag í 118 Bandaríkjadölum, sem er um 30 dölum lægra en það var hæst fyrir mánuði síðan. 5.8.2008 19:14
Skemmdir í Hallgrímskirkjuturni verri en reiknað var með Steypuskemmdirnar í Hallgrímskirkjuturni eru mun verri en áður var reiknað með. Áætlað er að viðgerðir kosti meira en hundrað milljónir króna umfram það sem upphaflega var talið. 5.8.2008 18:34
Guantanamo réttarhöld mögulega dæmd ómerk Fyrstu réttarhöldin í sérstökum bandarískum hérdómsstól í Guantanamo-fangabúðunum gætu verið dæmd ómerk vegna óskýrleika á skilgreiningu á því hvað sé glæpur og hvað sé stríðsglæpur. 5.8.2008 16:53
Sjö tilkynningar um innbrot um helgina Sjö tilkynningar um innbrot um verslunarmannahelgina hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5.8.2008 16:28
Þingmaður segir Davíð á leið á eftirlaun Þingmaður Framsóknarflokksins segir að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari á eftirlaun. 5.8.2008 16:15
Stálgirðingar settar upp við landamæri BNA og Mexíkó Stálgirðingar hafa verið settar upp á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vestur við El Paso en girðingarnar eru ný leið til öryggisráðstafa við landamærin. 5.8.2008 15:27
Tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Hanna Birna Kristjánsdóttir tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fráfarandi varaformanns skipulagsráðs og fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. 5.8.2008 15:15
Saka Frakka um aðild að þjóðarmorðum í Rúanda Þrjátíu og þrír franskir stjórnmálamenn og yfirmenn í franska hernum studdu og komu að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994 og það þarf að draga þá til ábyrgðar. 5.8.2008 15:06
Þýskar lögreglukonur fá „skotheld brjóstahöld“ Þýskar lögreglukonur fá á næstunni það sem þýskir fjölmiðlar kalla skotheld brjóstahöld. 5.8.2008 14:37
Pakistönsk kona sökuð um tengsl við al-Qaida Pakistönsk kona hefur verið flutt frá Afganistan til Bandaríkjanna þar sem hún á yfir höfði sér ákæru fyrir að reyna að myrða fulltrúa á vegum Bandaríkjastjórnar. 5.8.2008 14:08
Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5.8.2008 13:40
Eru landlaus og án ríkisfangs Þeir palestínsku flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru niðjar Palestínumanna sem flúðu land sitt við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og settust að í Írak. Þeir fengu hins vegar ekki ríkisfang í Írak og eiga þess vegna ekkert ríkisfang né landsvæði tið að hverfa til að sögn Lindu Björk Guðrúnardóttur sem sér um undirbúning að komu flóttamannanna til Akraness. 5.8.2008 13:30
Sýknaður af ákæru um árás á eiginkonu og dóttur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás gegn konu sinni og uppeldisdóttur á heimili þeirra í júlí í fyrra. 5.8.2008 12:53
Bush á leið á Ólympíuleika í Kína George Bush Bandaríkjaforseti er nú á leið til Kína þar sem hann verður við setningu Ólympíuleikanna á föstudaginn. 5.8.2008 12:45
Hundruð votta Solzhenitsyn virðingu sína Hundruð manna hafa í morgun vottað Alexander Solzhenitsyn virðingu sína en lík hans liggur nú á viðhafnarbörum í sal rússnesku vísindaakademíunnar. 5.8.2008 12:30
Góðri grásleppuvertíð að ljúka Einhverri bestu grásleppuvertíð í manna minnum er að ljúka. Verð fyrir hrognin hefur stigið jafnt og þétt í sumar og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. 5.8.2008 12:24
Útilokar ekki skaðabótamál á hendur borginni Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður telur yfirvofandi brottrekstur brot á sveitarstjórnarlögum. 5.8.2008 12:15
Í haldi fyrir að hafa kveikt í tjöldum í Eyjum Maður situr í fangelsi í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa kveikt í tjöldum þjóðhátíðargesta í Herjólfsdal í gærkvöldi. Slökkvilið slökkti í fjölda tjalda á svæðinu í gærkvöldi og reykurinn var svo mikill að fólk átti erfitt um andardrátt. 5.8.2008 12:10
Dæmdur fyrir að kýla dyravörð og hóta lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir í garð lögreglumanns. 5.8.2008 11:45
Fíkniefnaeftirlit skilaði góðum árangri á Akranesi Lögreglan á Akranesi lagði hald á um 20 grömm af marijúana, 15 grömm af amfetamíní og lítilræði af hassi og kókaíni við fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina. 5.8.2008 11:27
Palestínsk flóttakona segir ástandið í Al-Waleed búðunum skelfilegt 29 palestínskir flóttamenn eru væntanlegir til Íslands frá Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands. Á fréttavef Reuters er grein um þessar búðir og viðtal við Wedad, 30 ára gamla ekkju sem er á leið hingað til lands. Hún segir ástandið í búðunum skelfilegt og mjög erfitt fyrir börn sín. 5.8.2008 11:23
Dómsmálaráðherra leiðrétti forseta Íslands Björn Bjarnson leiðréttir Ólaf Ragnar Grímsson á vefsíðu sinni og gerir athugasemdir við söguskoðun Ólafs. 5.8.2008 10:32
Snarpur skjálfti í Sichuan-héraði Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók Sichuan-hérað í suðvesturhluta Kína laust fyrir klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. 5.8.2008 10:28
Vill ísbirni af lista yfir dýr í útrýmingarhættu Ríkisstjóri Alaska hyggst höfða mál á hendur bandarísku alríkisstjórninni vegna þeirrar ákvörðunar að setja ísbirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Vill ríkisstjórinn að dómstólar ógildi ákvörðunina. 5.8.2008 10:06
Of feitur til að deyja Maður einn á dauðadeild í Ohio í Bandaríkjunum hefur tekið til nýstárlegra varna í áfrýjun sinni. Lögfræðingar hans segja að ekki sé hægt að taka hann af lífi vegna þess að hann sé of feitur. 5.8.2008 08:43
Mbeki þvertekur fyrir að hafa tekið við mútum Tabo Mbeki, forseti Suður Afríku, þvertekur fyrir að hann hafi þegið mútur frá þýsku vopnaframleiðslufyrirtæki. Ásakanir um mútuþægni forsetans eru settar fram í Suður Afríska blaðinu Sunday Times en blaðið segir að Mbeki hafi greitt forsetanum fyrir að tryggja að sala á þremur kafbátum gengi í gegn. Forsetinn og talsmenn hans segja ekkert hæft í fréttinni og í sama streng tekur þýska fyrirtækið. 5.8.2008 08:40
Edouard stefnir á Texas Óveðrið Edouard stefnir nú hraðbyri að Texas ríki í Bandaríkjunum og sækir í sig veðrið með hverri klukkustundinni. Stormurinn færist nú Norð-vestur eftir Mexíkóflóa og er búist við því að hann nái styrk fellibyls um miðjan dag. Íbúar Texas búa sig nú undir að óveðrið gangi á land en um fimm og hálf milljón manna búa á svæðinu þar sem búist er við að stormurinn fari yfir. 5.8.2008 08:36
Obama vill ganga á varaforðann Barack Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, vill láta veita 70 milljónum olíutunna úr varaforða landsins til þess að stemma stigu við hækkandi olíuverði í heiminum. 5.8.2008 08:34
Rignir á Dani Miklar rigningar eru nú í Danmörku en í gær var úrkoman á nokkrum stöðum álíka mikil og venja er í öllum ágústmánuði. Á Norður-Jótlandi var úrkoman um 60 millimetrar í gær og á Skagen var hún 70 millimetrar. 5.8.2008 08:29
Clinton vill meira fé í baráttuna við HIV Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kallar eftir auknum fjárframlögum í baráttunni við alnæmi í heiminum. Alþjóðleg ráðstefna um sjúkdóminn stendur nú yfir í Mexíkó og þar sagði Clinton að auka þurfi framlög um fimmtíu prósent á næstu tveimur árum til þess að unnt sé að standa straum af lyfjagjöf til þeirra sem smitast hafa. 5.8.2008 08:25
Sjö líkamsárásarmál í Eyjum Sjö líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina og þurfti að flytja einn þolandann með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Hann var meðal annars kjálkabrotinn. Aðrir sluppu betur. Þá komu upp sautján fíkniefnamál, en mjög strangt eftirlit var með fíkniefnaneyslu. 5.8.2008 08:23
Þyrla flutti slasaðan á sjúkrahús Þrír menn slösuðust þegar bíll þeirra valt í Mývatnssveit í gærkvöldi. Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri en allir reyndust minna meiddir en óttast var í fyrstu. Hugsanlegt er talið að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. 5.8.2008 08:22
Bensínþjófur í Baulu Lögreglan á Akranesi handtók í gærkvöldi mann, sem hafði fyllt á bensíntakn bíls síns við Baulu í Borgarfirði og stungið af án þess að greiða fyrir það. Þegar hann náðist kom í ljós að númerin á bílnum voru stolin auk þess sem maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfnegis og fíkniefna. 5.8.2008 08:21
Lét klóna hundinn sinn Vísindamenn í Suður Kóreu segjast hafa klónað gæludýr bandarísks manns sem gat ekki hugsað sér að sjá á bak hundinum sínum. 5.8.2008 08:18
Ellefu létust á K2 Ellefu fjallgöngumenn fórust á næst-hæsta fjalli heimsins, K2, í Pakistan um helgina. Fólkið var á leið niður af fjallinu eftir að hafa náð á toppinn þegar snjófljóð skall á hópnum, en í honum voru tuttugu og fimm manns. 5.8.2008 07:17
Öryggið tryggt á Ólympíuleikunum Kínversk yfirvöld reyna nú að fullvissa fólk um að áhorfendur og þáttakendur á ólympíuleikunum sem hefjast eftir nokkra daga séu óhulltir. Aðskilnaðarsinnar í Sínjang héraði eru sakaðir um árás á landamærastöð í gær, en forsvarsmenn leikanna segja að ítrustu öryggiskröfur séu uppfylltar í Peking og því sé gestum engin hætta búin. 5.8.2008 07:15
Fundu ferðamann heilan á húfi Björgunarsveitarmenn fundu erlendan ferðamann heilan á húfi í hlíðum Mundafells, austan við Heklu um klulkkan hálf sex í morgun. Maðurinn varð viðskila við samferðafólk sitt síðdegis í gær þegar þoka lagðist yfir Heklu og kallaði það á aðstoð undir miðnætti. 5.8.2008 07:12
Zuma hylltur við réttarhöld Stuðningsmenn Jacob Zuma, leiðtoga Þjóðarflokksins (ANC) í Suður-Afríku, hafa safnast saman á götum úti í dag, til þess að hylla hann. Zuma mætti fyrir rétt í dag til þess að freista þess að fá ákærur gegn sér felldar niður. 4.8.2008 19:59
Thelma Ásdísardóttir: Fæ sting þegar ofbeldi er verðlagt „Stjórnvöld og dómsvaldið þurfa að senda skýr skilaboð til samfélagsins um að kynferðisafbrot verði ekki liðin," segir Thelma Ásdísardóttir, starfskona Stígamóta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 4.8.2008 17:43
Þrennt flutt á slysadeild eftir bílveltu Þrennt var flutt á slysadeild eftir að bíll valt við afleggjarann að Baldursheimi í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö þeirra voru flutt með þyrlu en það þriðja var flutt með sjúkrabíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki talið að meiðsli þeirra séu alvarleg, en þau hafi meiðst á baki og hálsi. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talsverð umferð í umdæminu. 4.8.2008 20:08
Queen Elisabeth við Vestfirði Skemmtiferðaskipið Queen Elisabeth heimsótti Vestfirði í dag. Á vef bæjarins besta kemur fram að um 1800 farþegar hafi komið með skipinu og nýttu þeir tækifærið til þess að skoða þær perlur sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. 4.8.2008 20:40
Sex líkamsárásarmál komu upp í Vestmannaeyjum Alls voru sex líkamsárásarmál kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum yfir hátíðina, öll minniháttar. 4.8.2008 15:58