Innlent

Góðri grásleppuvertíð að ljúka

Einhverri bestu grásleppuvertíð í manna minnum er að ljúka. Verð fyrir hrognin hefur stigið jafnt og þétt í sumar og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið.

Nær eingöngu hrognin eru nýtt af grásleppunni og er nú búið að salta hrogn í um það bil ellefu þúsund tunnur. Það er hátt í þrjú þúsund tunnum meira en að meðaltali síðastliðin tíu ár.

Veiðarnar hafa líka verið óvenju arðbærar í sumar þar sem aðeins 200 bátar haf náð þessum afla en hátt í 350 bátar hafa stundum róið á grásleppu. Auk þess mátti hver bátur aðeins veiða í 50 daga í stað 90 daga áður og veðrufar var yfirleitt gott þannig að sáralítð netatjón varð að þessu sinni.

Þessi óvenju mikli afli skapar ekki offramboð á heimsmarkaði því veiðarnar á Nýfundnalandi brugðust alveg í sumar og veiðar við Grænland og Noreg voru í meðallagi. Afli íslensku grásleppubátanna lætur nærri að vera um þriðjungur heimsaflans í sumar. Verðið var um 60 þúsund fyrir tunnuna í upphafi vertíðar en er nú komið upp undir 90 þúsund krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×