Innlent

Gengisfall krónunnar kemur afar illa við marga námsmenn erlendis

Staða íslenskra námsmanna erlendis er slæm og framtíð þeirra óljós í vetur vegna gengis krónunnar og svimandi hárra yfirdráttarvaxta. Samband íslenskra námsmanna erlendis segir þetta ólíðandi og sjónarmið lánasjóðsins úrelt. Fyrirframgreiddar mánaðargreiðslur séu eina svarið.

Lánasjóðurinn greiðir einungis námslán út eftir hverja önn og yfir önnina þurfa námsmenn að taka yfirdrátt með rúmlega sextán prósenta vöxtum. Garðar Stefánsson stjórnarmaður í SÍNE, Sambandi íslenskra námsmanna segir fráleitt að námsmenn þurfi að taka á sig gengisáhættuna vegna námslána.

Lánasjóðurinn miðar einungis við stöðu gengisins í maí og janúar. Hækki íslenska gengið þegar lánin eru greidd út í lok annar sitja námsmenn í súpunni.

Garðar segir að eina leiðin til þess að leiðrétta þetta sé að fyrirframgreiða lánin um hvern mánuð, líkt því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×