Erlent

Snarpur skjálfti í Sichuan-héraði

Gríðarleg eyðilegging varð í skjálfta í Sichuan-héraði í maímánuði.
Gríðarleg eyðilegging varð í skjálfta í Sichuan-héraði í maímánuði. MYND/AP

Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók Sichuan-hérað í suðvesturhluta Kína laust fyrir klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma.

Frá þessu greindi jarðfræðistofnun Bandaríkjanna og sagði skjálftann hafa verið grunnann. Engar fregnir hafa enn borist af mann- eða eignatjóni en um þrír mánuðir eru frá því að öflugur skjálfti skók héraðið og tugþúsundir létust og hundruð þúsunda urðu heimilislaus.

Þá varð snarpur skjálfti upp á 5,5 á Richter á Indlandshafi, skammt frá Andaman-eyjum norðnorðaustur af Indlandi, skömmu síðar. Engin flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna hans.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×