Innlent

Stjórnvöld í Íran hætt að grýta fólk til dauða

SHA skrifar
MYND/AP

Háttsettur aðili innan íranska réttarkerfisins hefur gefið það út að héðan í frá muni stjórnvöld og dómstólar í landinu hætta að fylgja dauðarefsingu eftir með því að grýta fólk til dauða.

Amnesty International hefur lengi gagnrýnt þessi tegund af dauðarefsingu sem þykir einkar harðneskjuleg enda er meðal annars kveðið á um það að nota skuli steina sem meiði mikið að drepi ekki samstundis.

Nokkur ár eru síðan síðasti einstaklingurinn var grýttur til dauða í Íran en nú hefur dauðarefsingu fjögurra einstaklinga sem átti að grýta til dauða verið breytt og er talið að dómar allt að átta fleiri verði einnig breytt.

Þessi breyting kemur þó hins vegar ekki í veg fyrir að einstaklingarnir muni mæta dauðarefsingunni en tíðni dauðarefsinga í Íran er með því hæsta sem þekkist í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×