Innlent

Sjö líkamsárásarmál í Eyjum

Sjö líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina og þurfti að flytja einn þolandann með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Hann var meðal annars kjálkabrotinn. Aðrir sluppu betur. Þá komu upp sautján fíkniefnamál, en mjög strangt eftirlit var með fíkniefnaneyslu.

Fíkniefnamálum á þjóðhátíðinni fækkar ár frá ári og má sem dæmi nefna að árið 2005 komu yfir 40 slík mál til kasta lögreglu, en 17 núna, eins og áður sagði. Ekkert kynferðisbrot var kært til lögreglu í Eyjum, en tvö slík mál komu til kasta lögreglunnar á Akureyri um helgina og eru þau í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×