Innlent

Þrennt flutt á slysadeild eftir bílveltu

Þrennt var flutt á slysadeild eftir að bíll valt við afleggjarann að Baldursheimi í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö þeirra voru flutt með þyrlu en það þriðja var flutt með sjúkrabíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki talið að meiðsli þeirra séu alvarleg, en þau hafi meiðst á baki og hálsi. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talsverð umferð í umdæminu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×