Innlent

Dómsmálaráðherra leiðrétti forseta Íslands

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Björn Bjarnson, dóms- og kirkjumálaráðherra, leiðréttir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á vefsíðu sinni og gerir athugasemdir við söguskoðun Ólafs.

Ólafur Ragnar ræddi við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, í tilefni þess að hann var settur í embætti forseta í fjórða sinn síðastliðinn föstudag. Viðtalið var sýnt á Ríkissjónvarpinu í gær.

Björn segir Ólaf Ragnar hafa komist einkennilega að orði þegar hann ræddi um hermálið sem Ólafur sagði hafa ,,klofið þjóðina í herðar niður."

Björn segir að ávallt hafi verið traustur meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir aðild Íslands að NATO, varnarsamningnum og veru varnarliðsins hér á landi. ,,Þjóðin var ekki „klofin í herðar niður" vegna þessara mála."

Dagbókarskrif Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×