Innlent

Þorgerður Katrín: Bloggfærsla Bjarna innistæðulaus

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, harðneitar því að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fari á eftirlaun en þessu heldur Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram á bloggsíðu sinni í dag.

Þorgerður segist reyndar ekki lesa blogg Bjarna daglega en að að ekkert væri hæft í þessum skrifum hans. Hún viti ekki til þess að neitt frumvarp um Seðlabankann liggi fyrir og því síður að Davíð fari á eftirlaun. Að halda slíku fram væri þverstæða.

Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, svaraði Vísi fyrr í dag og sagði að Geir myndi ekki tjá sig um málið enda væri það ekki í hans verkahring að svara fyrir einstaka bloggfærslur þingmanna.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×